Viðskipti innlent

Búast við 20 milljarða tekjum hjá Icelandair Group

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greiningardeild Arion banka býst við því að tekjur Icelandair Group á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verði 20 milljarðar króna og EBITDA verði um 400 milljónir króna. Ársfjórðungsuppgjör verður birt í þessari viku. Í Markaðspunktum Arion segir að fyrsti og fjórði ársfjórðungur séu vallt lökustu fjórðungarnir hjá félaginu bæði hvað veltu og afkomu varðar. Miðað við flutningstölur félagsins megi gera ráð fyrir töluverðum tekjuvexti frá fyrra ári. Samkvæmt afkomuspá stjórnenda Icelandair Group frá nóvember síðastliðnum er gert ráð fyrir að EBITDA félagsins á fjórða ársfjórðungi verði lítil sem engin eða neikvæð um allt að 500 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×