Viðskipti innlent

Vöruskiptajöfnuðurinn snarlækkar frá fyrra ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Afgangur af vöruskiptum í júlí nam 2,4 milljörðum króna. Vörur voru fluttar út fyrir 47,4 milljarða króna og inn fyrir 45 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í júlí í fyrra var 9,2 milljarða króna afgangur af vöruskiptum.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins var 35,2 milljarða afgangur af vöruskiptum en hann var 57,7 milljarðar fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 22,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×