Skúli Mogensen: WOW mun sækja fram og er komið til að vera Magnús Halldórsson skrifar 31. ágúst 2012 12:16 Skúli Mogensen, er nú með alla þræði í hendi sér hjá WOW air, sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður. „Við ætlum okkur að sækja fram, og efla okkar starfsemi enn frekar fyrir næsta sumar," segir Skúli Mogensen, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri WOW air. Félag hans, Títan fjárfestingafélag, lagði WOW nýlega til viðbótar fjármagn, um 500 milljónir króna, til þess að styrkja stöðu félagsins og efla vöxt þess, að sögn Skúla. Hann segir WOW ekki glíma við nein rekstrarvandræði og að nýlegar mannabreytingar, þegar Baldur Oddur Baldursson hætti sem framkvæmdastjóri og Skúli sjálfur tók við stjórnartaumunum, tengist ekki slíku. „Baldur óskaði eftir því að hætta störfum, bæði fyrir WOW og Títan, og því voru þessar breytingar gerðar. Ég hef sagt það sjálfur að WOW air sé komið til að vera, og það hefur ekkert breyst. Við ætlum okkur að sækja meira fram, og styrkja stöðu félagsins." Aðspurður hvort verr hafi gengið hjá WOW en gert hafi verið ráð fyrir í áætlunum, segir Skúli að svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi undirbúningur mátt vera meiri áður en farið var í loftið, enda sé margt tæknilega flókið sem við kemur flugrekstri. „Þetta hefur verið lærdómsríkur tími, svo ekki sé meira sagt, en okkur hefur samt gengið vel með flesta þætti. Þjónustunni hefur verið vel tekið, og stundvísin hefur verið góð og starfsfólkið staðið sig mjög vel. Á þessu er hægt að byggja og ná enn meiri árangri," segir Skúli. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs WOW air, fór út úr stjórn félagsins fyrr í mánuðinum, en sæti hans í stjórninni tók Hörður Bender. Hörður er forstjóri og einn eigenda Folkia, smálánafyrirtækis sem starfar á Norðurlöndunum og í Eistlandi. Sú stjórnarbreyting var gerð á þeirri forsendu að Matthías væri framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu og því ekki æskilegt að hann ætti einnig sæti í stjórninni. Skúli segir, aðspurður um hvort hann muni þá einnig víkja úr stjórninni eins og Matthías þar sem hann er orðinn framkvæmdastjóri, að það muni gerast. „Það er samt ekki ákveðið hver tekur mitt sæti, eða hvenær það gerist." Aðrir í stjórn félagsins, auk Skúla og Harðar, eru Björn Ingi Knútsson, Davíð Másson og Liv Bergþórsdóttir. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Við ætlum okkur að sækja fram, og efla okkar starfsemi enn frekar fyrir næsta sumar," segir Skúli Mogensen, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri WOW air. Félag hans, Títan fjárfestingafélag, lagði WOW nýlega til viðbótar fjármagn, um 500 milljónir króna, til þess að styrkja stöðu félagsins og efla vöxt þess, að sögn Skúla. Hann segir WOW ekki glíma við nein rekstrarvandræði og að nýlegar mannabreytingar, þegar Baldur Oddur Baldursson hætti sem framkvæmdastjóri og Skúli sjálfur tók við stjórnartaumunum, tengist ekki slíku. „Baldur óskaði eftir því að hætta störfum, bæði fyrir WOW og Títan, og því voru þessar breytingar gerðar. Ég hef sagt það sjálfur að WOW air sé komið til að vera, og það hefur ekkert breyst. Við ætlum okkur að sækja meira fram, og styrkja stöðu félagsins." Aðspurður hvort verr hafi gengið hjá WOW en gert hafi verið ráð fyrir í áætlunum, segir Skúli að svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi undirbúningur mátt vera meiri áður en farið var í loftið, enda sé margt tæknilega flókið sem við kemur flugrekstri. „Þetta hefur verið lærdómsríkur tími, svo ekki sé meira sagt, en okkur hefur samt gengið vel með flesta þætti. Þjónustunni hefur verið vel tekið, og stundvísin hefur verið góð og starfsfólkið staðið sig mjög vel. Á þessu er hægt að byggja og ná enn meiri árangri," segir Skúli. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs WOW air, fór út úr stjórn félagsins fyrr í mánuðinum, en sæti hans í stjórninni tók Hörður Bender. Hörður er forstjóri og einn eigenda Folkia, smálánafyrirtækis sem starfar á Norðurlöndunum og í Eistlandi. Sú stjórnarbreyting var gerð á þeirri forsendu að Matthías væri framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu og því ekki æskilegt að hann ætti einnig sæti í stjórninni. Skúli segir, aðspurður um hvort hann muni þá einnig víkja úr stjórninni eins og Matthías þar sem hann er orðinn framkvæmdastjóri, að það muni gerast. „Það er samt ekki ákveðið hver tekur mitt sæti, eða hvenær það gerist." Aðrir í stjórn félagsins, auk Skúla og Harðar, eru Björn Ingi Knútsson, Davíð Másson og Liv Bergþórsdóttir.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira