Um 35 milljarða hagnaður á hálfu ári - Enn óvissa í kortunum 31. ágúst 2012 20:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Mikill hagnaður einkenndi rekstur bankanna á fyrri helmingi ársins en samanlagður hagnaður þeirra nam nálægt fjörutíu milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir þó enn töluverða óvissu í kortunum. Endurreistu bankarnir þrír eru komnir með traustan rekstrargrundvöll og hafa styrkt fjárhag sinn töluvert að undanförnu, ef marka má hálfsársuppgjör þeirra, en þau liggja nú öll fyrir eftir að Arion banki kynnti uppgjör sitt í dag. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist Íslandsbanki um 11,6 milljarða, Arion banki um 11,2 milljarða og Landsbankinn um 11,9 milljarða. Samanlagður hagnaður nemur því tæplega 35 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að meiri stöðugleiki einkenni nú efnahagsmálin hér, en skömmu eftir hrun, en töluverð óvissa sé þó enn í spilunum. „Hvað mun löggjafinn gera þegar kemur að stjórn fiskveiða? Það vitum við ekki. Síðan er mikil óvissa út í heimi, við seljum t.d. mikið til Suður-Evrópu. Síðan er búið að vera auka kvóta í Barentshafi, og þetta hefur allt áhrif, og framvinda um margt óvissu háð.“ Sé sérstaklega horft til eigin fjár bankanna, sem er algengur mælikvarði á fjárhagslegan styrk fyrirtækja, þá hefur það vaxið hratt undanfarin misseri. Hjá Íslandsbanka er það rílega 135 milljarðar króna, hjá Arion banka ríflega 125 milljarðar og hjá Landsbankanum 212 milljarðar. Samtals er eigið fé bankanna nú meira en 470 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 1,5 milljón á hvern íbúa hér á landi. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mikill hagnaður einkenndi rekstur bankanna á fyrri helmingi ársins en samanlagður hagnaður þeirra nam nálægt fjörutíu milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir þó enn töluverða óvissu í kortunum. Endurreistu bankarnir þrír eru komnir með traustan rekstrargrundvöll og hafa styrkt fjárhag sinn töluvert að undanförnu, ef marka má hálfsársuppgjör þeirra, en þau liggja nú öll fyrir eftir að Arion banki kynnti uppgjör sitt í dag. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist Íslandsbanki um 11,6 milljarða, Arion banki um 11,2 milljarða og Landsbankinn um 11,9 milljarða. Samanlagður hagnaður nemur því tæplega 35 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að meiri stöðugleiki einkenni nú efnahagsmálin hér, en skömmu eftir hrun, en töluverð óvissa sé þó enn í spilunum. „Hvað mun löggjafinn gera þegar kemur að stjórn fiskveiða? Það vitum við ekki. Síðan er mikil óvissa út í heimi, við seljum t.d. mikið til Suður-Evrópu. Síðan er búið að vera auka kvóta í Barentshafi, og þetta hefur allt áhrif, og framvinda um margt óvissu háð.“ Sé sérstaklega horft til eigin fjár bankanna, sem er algengur mælikvarði á fjárhagslegan styrk fyrirtækja, þá hefur það vaxið hratt undanfarin misseri. Hjá Íslandsbanka er það rílega 135 milljarðar króna, hjá Arion banka ríflega 125 milljarðar og hjá Landsbankanum 212 milljarðar. Samtals er eigið fé bankanna nú meira en 470 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 1,5 milljón á hvern íbúa hér á landi.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira