Landsbankinn á kauprétt í Húsasmiðjunni 12. september 2012 12:00 Danska byggingavörukeðjan keypti rekstur Húsasmiðjunnar í lok árs 2011. Hér sjást Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Peter Christiansen, eigandi og stjórnarformaður Bygma, þegar Húsasmiðjan varð formlega hluti af Bygma. Samhliða því að rekstur Húsasmiðjunnar var seldur til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma A/S í upphafi þessa árs var gert samkomulag sem tryggði seljandanum, gömlu Húsasmiðjunni, kauprétt á þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Gamla Húsasmiðjan, sem nú heitir Holtavegur 10 ehf., er í dag í eigu Landsbankans. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Holtavegs 10 ehf. Landsbankinn tók yfir Húsasmiðjuna í október 2009. Þá var allt hlutafé afskrifað og bankinn breytti 10,2 milljörðum króna af skuldum í nýtt hlutafé. Um var að ræða 70 prósent af öllum vaxtaberandi skuldum Húsasmiðjunnar við lánastofnanir. Fyrirtækinu var síðan komið fyrir innan Vestia ehf. sem var síðar selt til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Í janúar breytti Landsbankinn síðan einum milljarði króna til viðbótar af skuldum Húsasmiðjunnar í nýtt hlutafé og við það eignaðist Höldur ehf., félag í eigu bankans, eignarhlut í fyrirtækinu. Í desember 2011 gekk Bygma frá kaupum á rekstrareignum og skuldum Húsasmiðjunnar. Samkvæmt ársreikningnum var kaupverðið 760 milljónir króna auk þess sem keðjan tók yfir um 2,5 milljarða króna af skuldum félagsins. Þær námu 5,9 milljörðum króna í árslok 2011 og því ljóst að töluvert af skuldum var skilið eftir í „gömlu" Húsasmiðjunni. Nafni hennar var breytt í Holtasel 10 ehf. þegar kaupin áttu sér stað. Í ársreikningnum segir að samhliða samkomulaginu um söluna hafi félagið, Holtasel 10 ehf., „kauprétt á 30% hluta, í nýstofnuðu félagi Bygma um rekstur Húsasmiðjunnar. Hægt er að nýta réttinn á tímabilinu 1. maí 2015 til 30. apríl 2020". Holtavegur 10 ehf. var í jafnri eigu Vestia, sem FSÍ á, og Hamla ehf. um síðustu áramót. Í febrúar 2012 keyptu Hömlur ehf. hins vegar fimmtíu prósenta hlut í félaginu og á í dag 100% hlut í því. Eigandi Hamla er Landsbankinn. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir ákvæðið vera hluta af stærri mynd. „Ef rekstur Húsasmiðjunnar gengur mun betur á komandi árum en áætlað var þegar félagið var endurskipulagt, er ætlunin að til komi viðbótargreiðsla fyrir reksturinn. Sú viðbót myndi renna til Landsbankans, í gegnum Hömlur ehf., og bankinn fengi þannig meira upp í þær skuldir Húsasmiðjunnar sem afskrifa þurfti við upphaflega fjárhagslega endurskipulagningu. Útfærslan er með kauprétti og kaupskyldu á fyrirfram ákveðnu verði og því kemur ekki til þess að Holtavegur 10, Hömlur eða Landsbankinn eigi þriðjungshlut í Húsasmiðjunni til langframa. Rekstur Húsasmiðjunnar hefur ekki gengið sem skyldi á undanförnum árum. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi tapað 1,6 milljörðum króna í fyrra og eigið fé hennar var neikvætt um 164 milljónir króna. Það kemur til viðbótar við tæpan milljarð króna sem það tapaði á árunum 2009 og 2010. Velta Húsasmiðjunnar, og alls byggingavörugeirans, hefur dregist mikið saman frá bankahruni. Á árinu 2008 velti Húsasmiðjan 18,9 milljörðum króna. Í fyrra var hún tólf milljarðar króna og hefur því dregist saman um tæp 37 prósent á nokkrum árum. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Samhliða því að rekstur Húsasmiðjunnar var seldur til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma A/S í upphafi þessa árs var gert samkomulag sem tryggði seljandanum, gömlu Húsasmiðjunni, kauprétt á þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Gamla Húsasmiðjan, sem nú heitir Holtavegur 10 ehf., er í dag í eigu Landsbankans. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Holtavegs 10 ehf. Landsbankinn tók yfir Húsasmiðjuna í október 2009. Þá var allt hlutafé afskrifað og bankinn breytti 10,2 milljörðum króna af skuldum í nýtt hlutafé. Um var að ræða 70 prósent af öllum vaxtaberandi skuldum Húsasmiðjunnar við lánastofnanir. Fyrirtækinu var síðan komið fyrir innan Vestia ehf. sem var síðar selt til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Í janúar breytti Landsbankinn síðan einum milljarði króna til viðbótar af skuldum Húsasmiðjunnar í nýtt hlutafé og við það eignaðist Höldur ehf., félag í eigu bankans, eignarhlut í fyrirtækinu. Í desember 2011 gekk Bygma frá kaupum á rekstrareignum og skuldum Húsasmiðjunnar. Samkvæmt ársreikningnum var kaupverðið 760 milljónir króna auk þess sem keðjan tók yfir um 2,5 milljarða króna af skuldum félagsins. Þær námu 5,9 milljörðum króna í árslok 2011 og því ljóst að töluvert af skuldum var skilið eftir í „gömlu" Húsasmiðjunni. Nafni hennar var breytt í Holtasel 10 ehf. þegar kaupin áttu sér stað. Í ársreikningnum segir að samhliða samkomulaginu um söluna hafi félagið, Holtasel 10 ehf., „kauprétt á 30% hluta, í nýstofnuðu félagi Bygma um rekstur Húsasmiðjunnar. Hægt er að nýta réttinn á tímabilinu 1. maí 2015 til 30. apríl 2020". Holtavegur 10 ehf. var í jafnri eigu Vestia, sem FSÍ á, og Hamla ehf. um síðustu áramót. Í febrúar 2012 keyptu Hömlur ehf. hins vegar fimmtíu prósenta hlut í félaginu og á í dag 100% hlut í því. Eigandi Hamla er Landsbankinn. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir ákvæðið vera hluta af stærri mynd. „Ef rekstur Húsasmiðjunnar gengur mun betur á komandi árum en áætlað var þegar félagið var endurskipulagt, er ætlunin að til komi viðbótargreiðsla fyrir reksturinn. Sú viðbót myndi renna til Landsbankans, í gegnum Hömlur ehf., og bankinn fengi þannig meira upp í þær skuldir Húsasmiðjunnar sem afskrifa þurfti við upphaflega fjárhagslega endurskipulagningu. Útfærslan er með kauprétti og kaupskyldu á fyrirfram ákveðnu verði og því kemur ekki til þess að Holtavegur 10, Hömlur eða Landsbankinn eigi þriðjungshlut í Húsasmiðjunni til langframa. Rekstur Húsasmiðjunnar hefur ekki gengið sem skyldi á undanförnum árum. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi tapað 1,6 milljörðum króna í fyrra og eigið fé hennar var neikvætt um 164 milljónir króna. Það kemur til viðbótar við tæpan milljarð króna sem það tapaði á árunum 2009 og 2010. Velta Húsasmiðjunnar, og alls byggingavörugeirans, hefur dregist mikið saman frá bankahruni. Á árinu 2008 velti Húsasmiðjan 18,9 milljörðum króna. Í fyrra var hún tólf milljarðar króna og hefur því dregist saman um tæp 37 prósent á nokkrum árum.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira