Býður upp á nýja tegund posa 12. september 2012 11:00 Handpoint hefur boðið upp á greiðsluþjónustu í Bretlandi frá árinu 2005. Íslenska fyrirtækið Handpoint hefur hafið að bjóða fyrirtækjum hér á landi posaþjónustu. Fyrirtækið hefur um árabil boðið lausnir á þessu sviði erlendis en samhliða innleiðingu korta- og pinn-posa hér á landi hyggst það hefja landvinninga hér. „Í fyrst lagi finnst okkur rosalega gaman að geta loksins boðið innlendum fyrirtækjum upp á valkost í þessum efnum," segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Handpoint, og heldur áfram: „Þá keppum við ekki bara í verði heldur bjóðum við upp á ýmsar nýjungar. Í því samhengi má nefna svokallaða vefgátt sem gerir fyrirtækjum kleift að fara á vefinn og sjá allar færslur sem er svo auðvelt að prenta út. Þá eru tveir góðir kostir við okkar posa að þeir krefjast hvorki sér internetsnúru né sér rafmagnssnúru." Handpoint var stofnað árið 1999 og hefur unnið að þróun greiðslulausna frá árinu 2004. Hjá fyrirtækinu starfa 35 starfsmenn í þremur löndum en það sérhæfir sig nú í greiðslulausnum fyrir fyrirtæki sem gera þeim kleift að taka á móti korta- og pinn-greiðslum með öruggum hætti. Á Íslandi hafa hingað til verið í notkun posar sem lesa segulrönd greiðslukorta. Um þessar mundir standa yfir skipti yfir í svokallaða korta- og pinn-posa sem lesa örgjörva á kortum auk þess sem eigandi kortsins þarf að staðfesta færsluna. Handpoint hefur sérhæft sig í lausnum sem byggja á kort- og pinn-greiðslukerfi. Fyrirtækið hefur því ekki boðið þjónustu sína á Íslandi þangað til nú en það hefur meðal annars haslað sér völl í Bretlandi. Erla Ósk segir að viðtökur fyrirtækisins hér á landi hafi verið mjög góðar. „Markaðinn greinilega þyrsti í samkeppni og við höfum þegar kynnt þjónustu okkar fyrir flestum stærstu söluaðilum landsins." Loks segir Erla að fyrirtækið muni á næstu mánuðum kynna fleiri greiðslulausnir en hefðbundna posa og nefnir til að mynda smáposa sem tengjast snjallsímum og spjaldtölvum.- mþl Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Handpoint hefur hafið að bjóða fyrirtækjum hér á landi posaþjónustu. Fyrirtækið hefur um árabil boðið lausnir á þessu sviði erlendis en samhliða innleiðingu korta- og pinn-posa hér á landi hyggst það hefja landvinninga hér. „Í fyrst lagi finnst okkur rosalega gaman að geta loksins boðið innlendum fyrirtækjum upp á valkost í þessum efnum," segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Handpoint, og heldur áfram: „Þá keppum við ekki bara í verði heldur bjóðum við upp á ýmsar nýjungar. Í því samhengi má nefna svokallaða vefgátt sem gerir fyrirtækjum kleift að fara á vefinn og sjá allar færslur sem er svo auðvelt að prenta út. Þá eru tveir góðir kostir við okkar posa að þeir krefjast hvorki sér internetsnúru né sér rafmagnssnúru." Handpoint var stofnað árið 1999 og hefur unnið að þróun greiðslulausna frá árinu 2004. Hjá fyrirtækinu starfa 35 starfsmenn í þremur löndum en það sérhæfir sig nú í greiðslulausnum fyrir fyrirtæki sem gera þeim kleift að taka á móti korta- og pinn-greiðslum með öruggum hætti. Á Íslandi hafa hingað til verið í notkun posar sem lesa segulrönd greiðslukorta. Um þessar mundir standa yfir skipti yfir í svokallaða korta- og pinn-posa sem lesa örgjörva á kortum auk þess sem eigandi kortsins þarf að staðfesta færsluna. Handpoint hefur sérhæft sig í lausnum sem byggja á kort- og pinn-greiðslukerfi. Fyrirtækið hefur því ekki boðið þjónustu sína á Íslandi þangað til nú en það hefur meðal annars haslað sér völl í Bretlandi. Erla Ósk segir að viðtökur fyrirtækisins hér á landi hafi verið mjög góðar. „Markaðinn greinilega þyrsti í samkeppni og við höfum þegar kynnt þjónustu okkar fyrir flestum stærstu söluaðilum landsins." Loks segir Erla að fyrirtækið muni á næstu mánuðum kynna fleiri greiðslulausnir en hefðbundna posa og nefnir til að mynda smáposa sem tengjast snjallsímum og spjaldtölvum.- mþl
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira