Watson kaupir Actavis fyrir 700 milljarða 25. apríl 2012 20:37 Fabrizio Campelli, yfirmaður fjárfestinga Deutche Bank, Paul Bisaro, forstjóri Watson og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novator undirrita samninginn. Bandaríska lyfjafyrirtækið Watson hefur gengið frá samningum um kaup á Actavis. Kaupverðið er samtals 4,25 milljarðar evra, eða um 700 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þar segir að lang stærsti hluti þeirrar upphæðar felur í sér endurgreiðslu á lánum. Þar er Deutsche Bank stærsti lánardrottinn, en einnig áttu Landsbankinn, Straumur og Glitnir verulegra hagsmuna að gæta. Tugir milljarða króna renna til íslensku bankanna við þessa sölu. Í samningunum felst að Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, eignast hlut í sameinuðu félagi , en stærð þess hlutar ræðst af afkomu Actavis. Eftir kaupin verður sameinað félag þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. „Ég átti frumkvæði að samningum við Watson, stýrði þeim í höfn og er sáttur við niðurstöðuna," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novator í tilkynningunni. „Það lá beint við að kanna áhuga Watson á kaupum enda fjársterkt félag með öflugan rekstur og metnaðarfull markmið. Ég er sammála framtíðarsýn stjórnenda Watson og er sannfærður um að þetta sé rétt skref fyrir Actavis." Actavis breyttist á nokkrum árum úr íslensku lyfjaheildsölunni Pharmaco, með veltu upp á 3,5 milljarða kr., í eitt af stærstu félögum á samheitalyfjamarkaði í heiminum, með um 10 þúsund starfsmenn í 40 löndum og veltu upp á 350 milljarða króna. Salan á Actavis er stór þáttur í skuldauppgjöri Björgólfs Thors og Novators við lánardrottna sem skýrt var frá í júlí 2010. Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Watson hefur gengið frá samningum um kaup á Actavis. Kaupverðið er samtals 4,25 milljarðar evra, eða um 700 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þar segir að lang stærsti hluti þeirrar upphæðar felur í sér endurgreiðslu á lánum. Þar er Deutsche Bank stærsti lánardrottinn, en einnig áttu Landsbankinn, Straumur og Glitnir verulegra hagsmuna að gæta. Tugir milljarða króna renna til íslensku bankanna við þessa sölu. Í samningunum felst að Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, eignast hlut í sameinuðu félagi , en stærð þess hlutar ræðst af afkomu Actavis. Eftir kaupin verður sameinað félag þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. „Ég átti frumkvæði að samningum við Watson, stýrði þeim í höfn og er sáttur við niðurstöðuna," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novator í tilkynningunni. „Það lá beint við að kanna áhuga Watson á kaupum enda fjársterkt félag með öflugan rekstur og metnaðarfull markmið. Ég er sammála framtíðarsýn stjórnenda Watson og er sannfærður um að þetta sé rétt skref fyrir Actavis." Actavis breyttist á nokkrum árum úr íslensku lyfjaheildsölunni Pharmaco, með veltu upp á 3,5 milljarða kr., í eitt af stærstu félögum á samheitalyfjamarkaði í heiminum, með um 10 þúsund starfsmenn í 40 löndum og veltu upp á 350 milljarða króna. Salan á Actavis er stór þáttur í skuldauppgjöri Björgólfs Thors og Novators við lánardrottna sem skýrt var frá í júlí 2010.
Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Sjá meira