Segja bresk yfirvöld hafa þrýst á um að lækka vaxtaálag Barclays Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 22:54 Bob Diamond. Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag. Er meðal annars vitnað til samtals í síma milli Diamond og Paul Tucker, eins og framkvæmdastjórum Englandsbanka, frá 29. október. Í tölvupósti, sem hefur verið birtur á BBC, segir að Tucker hafi gefið í skyn að hann væri undir þrýstingi frá nokkrum háttsettum mönnum innan breska stjórnarráðsins, sem gæfu til kynna að þyrfti, með öllum ráðum, að ná vaxtaálaginu niður. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að bankinn sé ekki með þessu að afaska aðgerðir bankans sem leiddu til þess að hann var sektaður af breska fjármálaeftirlitinu um 290 milljónir punda, eða sem nemur 57 milljörðum króna. „Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað," segir í yfirlýsingunni. Þá er jafnframt gefið í skyn að ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, undir forystu þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown, hafi vitað af stöðu mála og seðlabankinn hafi verið undir þrýstingi um að draga úr vaxtaálagi á Barclays, sem var einn mikilvægasti breski Bankinn, og er enn. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að blaðamenn BBC hafi séð skjöl sem bendi til tengsla við ríkisstjórnina. Lögbrotin sem forsvarsmenn Barclays hafa viðurkennt og greitt sekt vegna, voru framin á miklum titringstíma á mörkuðum, í október 2008, þegar meðal annars íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, féllu hver af öðrum dagana 7. til 9. október. Aðgerðirnar bankans voru til þess fallnar að falsa vaxtaálag á fjámögnun bankans og þar með draga upp ranga mynd af stöðu hans fyrir fjárfestum á markaði. Sjá má yfirlýsingu Barclays bankans hér, en Bob Diamond mun koma fyrir breska þingnefnd á morgun sem hefur vaxtasvindl bankans til umfjöllunar. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag. Er meðal annars vitnað til samtals í síma milli Diamond og Paul Tucker, eins og framkvæmdastjórum Englandsbanka, frá 29. október. Í tölvupósti, sem hefur verið birtur á BBC, segir að Tucker hafi gefið í skyn að hann væri undir þrýstingi frá nokkrum háttsettum mönnum innan breska stjórnarráðsins, sem gæfu til kynna að þyrfti, með öllum ráðum, að ná vaxtaálaginu niður. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að bankinn sé ekki með þessu að afaska aðgerðir bankans sem leiddu til þess að hann var sektaður af breska fjármálaeftirlitinu um 290 milljónir punda, eða sem nemur 57 milljörðum króna. „Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað," segir í yfirlýsingunni. Þá er jafnframt gefið í skyn að ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, undir forystu þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown, hafi vitað af stöðu mála og seðlabankinn hafi verið undir þrýstingi um að draga úr vaxtaálagi á Barclays, sem var einn mikilvægasti breski Bankinn, og er enn. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að blaðamenn BBC hafi séð skjöl sem bendi til tengsla við ríkisstjórnina. Lögbrotin sem forsvarsmenn Barclays hafa viðurkennt og greitt sekt vegna, voru framin á miklum titringstíma á mörkuðum, í október 2008, þegar meðal annars íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, féllu hver af öðrum dagana 7. til 9. október. Aðgerðirnar bankans voru til þess fallnar að falsa vaxtaálag á fjámögnun bankans og þar með draga upp ranga mynd af stöðu hans fyrir fjárfestum á markaði. Sjá má yfirlýsingu Barclays bankans hér, en Bob Diamond mun koma fyrir breska þingnefnd á morgun sem hefur vaxtasvindl bankans til umfjöllunar.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira