Skuldakreppan skekur evrulöndin 15. ágúst 2012 11:00 Margir binda vonir við að Seðlabanki Evrópu ýti undir hagvöxt á evrusvæðinu á næstunni.NordicPhotos/AFP Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Rétt eins og á evrusvæðinu dróst hagkerfi Evrópusambandsins (ESB) saman um 0,2% miðað við ársfjórðunginn á undan. Þátttakendur í evrunni eru sautján af 27 ríkjum ESB. Þetta leiða bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu ESB, í ljós. Til samanburðar var 0,4% hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og á sama tímabili var 0,3% hagvöxtur í Japan. Hagstofa Íslands mun í september birta tölur yfir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Aukin fjárfesting og einkaneysla voru aflvakar hagvaxtarins í Þýskalandi sem mældist 0,3% á öðrum ársfjórðungi en spár höfðu bent til 0,1% vaxtar. Búist hafði verið við samdrætti í Frakklandi á ársfjórðungnum en í reynd stóð stærð hagkerfisins í stað. Þá var 0,2% hagvöxtur í Hollandi sem var jafnframt nokkru meira en spár höfðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir meiri þrótt í hagkerfum Þýskalands, Frakklands og Hollands telja sumir hagfræðingar nýju hagtölurnar benda til þess að skuldakreppan í Suður-Evrópu sé að læsa klónum í sum ríkja Norður-Evrópu. Til marks um það skrapp finnska hagkerfið saman um 1,0% á öðrum ársfjórðungi. Niðursveiflan í Grikklandi sýnir enn ekki merki þess að vera að ganga niður en þar í landi mældist samdráttur 6,2% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þá var neikvæður hagvöxtur á Ítalíu og á Spáni upp á 2,5% og 1,0% á ársgrundvelli í hvoru landinu fyrir sig.- mþl Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Rétt eins og á evrusvæðinu dróst hagkerfi Evrópusambandsins (ESB) saman um 0,2% miðað við ársfjórðunginn á undan. Þátttakendur í evrunni eru sautján af 27 ríkjum ESB. Þetta leiða bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu ESB, í ljós. Til samanburðar var 0,4% hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og á sama tímabili var 0,3% hagvöxtur í Japan. Hagstofa Íslands mun í september birta tölur yfir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Aukin fjárfesting og einkaneysla voru aflvakar hagvaxtarins í Þýskalandi sem mældist 0,3% á öðrum ársfjórðungi en spár höfðu bent til 0,1% vaxtar. Búist hafði verið við samdrætti í Frakklandi á ársfjórðungnum en í reynd stóð stærð hagkerfisins í stað. Þá var 0,2% hagvöxtur í Hollandi sem var jafnframt nokkru meira en spár höfðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir meiri þrótt í hagkerfum Þýskalands, Frakklands og Hollands telja sumir hagfræðingar nýju hagtölurnar benda til þess að skuldakreppan í Suður-Evrópu sé að læsa klónum í sum ríkja Norður-Evrópu. Til marks um það skrapp finnska hagkerfið saman um 1,0% á öðrum ársfjórðungi. Niðursveiflan í Grikklandi sýnir enn ekki merki þess að vera að ganga niður en þar í landi mældist samdráttur 6,2% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þá var neikvæður hagvöxtur á Ítalíu og á Spáni upp á 2,5% og 1,0% á ársgrundvelli í hvoru landinu fyrir sig.- mþl
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira