Ríkisábyrgð afnumin en getum ekki farið eigin leiðir vandræðalaust Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2012 19:30 Ríkisábyrgð á innistæðum verður afnumin þegar lög um innistæðutryggingar verða endurskoðuð, en von er á nýju kerfi frá ESB þar sem mun hærri fjárhæðir verða tryggðar en í eldra kerfi. Höfundar skýrslu ráðherra um framtíð bankakerfisins leggja til að skoðað verði hvort innistæður verði áfram forgangskröfur í þrotabú. Íslenskir bankar starfa í vernduðu umhverfi í skjóli gjaldeyrishafta og almennrar innistæðutryggingar. Þessi innistæðutrygging er ekki byggð á lögum, heldur yfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar sem hefur verið áréttuð í tíð núverandi stjórnar. Hún gengur út á að allar innistæður í öllum bönkum eru tryggðar. Af þessum sökum hafa bankarnir mjög sterka lausafjárstöðu því fjármagn leitar í sparifé í formi innistæðna. Þeir þurfa að búa sig undir að starfa í opnara umhverfi þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt. Ný löggjöf um innistæðutryggingar er í undirbúningi og en frumvarp þess efnis var til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd. Nýjum lögum er ætlað að leysa af hólmi eldri lög um fella úr gildi hina almennu innistæðutryggingu sem hefur verið í gildi frá hruni, sem ekki hefur byggst á lögum heldur almennri yfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar sem var síðan áréttuð af núverandi ríkisstjórn.Yfirlýsingin skapar freistnivanda Yfirlýsing um innistæðuvernd skapar freistnivanda hjá bönkunum, þ.e hvata til að hegða sér með óábyrgum hætti, sem er ein af rótum fjármálakreppunnar 2008 og hún er auk þess vandamál að mati sumra til lengri tíma því hún leiðir til þess að fjármagn leitar ekki í fjárfestingar. Hið nýja innistæðutryggingarkerfi, sem hefur verið í undirbúningi hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, verður sniðið eftir nýrri tilskipun ESB um þetta efni sem mun m.a fela í sér miklu hærri vernd fyrir hvern einstakan innistæðueiganda en gilti fyrir bankanna. Í kafla um innistæðutryggingar og afléttingu hafta í nýrri skýrslu efnahags- og viðskiptaráðherra um framtíðarskipan fjármálakerfisins (bls. 99 og áfram) segir að við kynningu þessara nýju reglna verði að gæta mikillar varúðar svo trausti almennings á innlánsstofnunum verði ekki raskað. Eitt atriði úr neyðarlögunum verðskuldi sérstaka athygli í þessu samhengi og megi íhuga að láta það halda gildi sínu, það er að áfram verði litið á innistæður sem forgangskröfur við slit fjármálafyrirtækja.Frumvarp Gylfa fór ekki í gegn Þetta er athyglisvert, því ekki er öruggt að slíkt ákvæði verði í nýjum tilskipunum ESB um innistæðutryggingar. Tryggvi Þór Herbertsson, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir að það verði erfitt að hafa slíkt ákvæði inni í íslenska frumvarpinu ef Evrópusambandið fer aðra leið. „Það er algjörlega ljóst að ef við ætlum að skera okkur úr hvað varðar það hvernig kröfum í þrotabú fjármálafyrirtækja er háttað þá er ljóst að afleiðingar munu verða þær að það verður mun erfiðara að fjármagna bankana ef að innistæðurnar eru í forgangi," segir Tryggvi Þór. Ekki hefur náðst í Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þess skal getið að Gylfi Magnússon, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp til nýrra laga um innistæðutryggingar á árinu 2009 sem ekki náðist samstaða um að klára í þinginu, en í því frumvarpi var ákvæði um forgang Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna útgreiðslu á innistæðum upp að jafnvirði 50 þúsund evra á hvern sparifjáreiganda við slit fjármálafyrirtækja. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Ríkisábyrgð á innistæðum verður afnumin þegar lög um innistæðutryggingar verða endurskoðuð, en von er á nýju kerfi frá ESB þar sem mun hærri fjárhæðir verða tryggðar en í eldra kerfi. Höfundar skýrslu ráðherra um framtíð bankakerfisins leggja til að skoðað verði hvort innistæður verði áfram forgangskröfur í þrotabú. Íslenskir bankar starfa í vernduðu umhverfi í skjóli gjaldeyrishafta og almennrar innistæðutryggingar. Þessi innistæðutrygging er ekki byggð á lögum, heldur yfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar sem hefur verið áréttuð í tíð núverandi stjórnar. Hún gengur út á að allar innistæður í öllum bönkum eru tryggðar. Af þessum sökum hafa bankarnir mjög sterka lausafjárstöðu því fjármagn leitar í sparifé í formi innistæðna. Þeir þurfa að búa sig undir að starfa í opnara umhverfi þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt. Ný löggjöf um innistæðutryggingar er í undirbúningi og en frumvarp þess efnis var til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd. Nýjum lögum er ætlað að leysa af hólmi eldri lög um fella úr gildi hina almennu innistæðutryggingu sem hefur verið í gildi frá hruni, sem ekki hefur byggst á lögum heldur almennri yfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar sem var síðan áréttuð af núverandi ríkisstjórn.Yfirlýsingin skapar freistnivanda Yfirlýsing um innistæðuvernd skapar freistnivanda hjá bönkunum, þ.e hvata til að hegða sér með óábyrgum hætti, sem er ein af rótum fjármálakreppunnar 2008 og hún er auk þess vandamál að mati sumra til lengri tíma því hún leiðir til þess að fjármagn leitar ekki í fjárfestingar. Hið nýja innistæðutryggingarkerfi, sem hefur verið í undirbúningi hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, verður sniðið eftir nýrri tilskipun ESB um þetta efni sem mun m.a fela í sér miklu hærri vernd fyrir hvern einstakan innistæðueiganda en gilti fyrir bankanna. Í kafla um innistæðutryggingar og afléttingu hafta í nýrri skýrslu efnahags- og viðskiptaráðherra um framtíðarskipan fjármálakerfisins (bls. 99 og áfram) segir að við kynningu þessara nýju reglna verði að gæta mikillar varúðar svo trausti almennings á innlánsstofnunum verði ekki raskað. Eitt atriði úr neyðarlögunum verðskuldi sérstaka athygli í þessu samhengi og megi íhuga að láta það halda gildi sínu, það er að áfram verði litið á innistæður sem forgangskröfur við slit fjármálafyrirtækja.Frumvarp Gylfa fór ekki í gegn Þetta er athyglisvert, því ekki er öruggt að slíkt ákvæði verði í nýjum tilskipunum ESB um innistæðutryggingar. Tryggvi Þór Herbertsson, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir að það verði erfitt að hafa slíkt ákvæði inni í íslenska frumvarpinu ef Evrópusambandið fer aðra leið. „Það er algjörlega ljóst að ef við ætlum að skera okkur úr hvað varðar það hvernig kröfum í þrotabú fjármálafyrirtækja er háttað þá er ljóst að afleiðingar munu verða þær að það verður mun erfiðara að fjármagna bankana ef að innistæðurnar eru í forgangi," segir Tryggvi Þór. Ekki hefur náðst í Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þess skal getið að Gylfi Magnússon, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp til nýrra laga um innistæðutryggingar á árinu 2009 sem ekki náðist samstaða um að klára í þinginu, en í því frumvarpi var ákvæði um forgang Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna útgreiðslu á innistæðum upp að jafnvirði 50 þúsund evra á hvern sparifjáreiganda við slit fjármálafyrirtækja. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira