Eyrir Invest eykur hlut sinn í ReMake Electric 4. apríl 2012 08:17 Hilmir Ingi Jónsson og Þórður Magnússon. Eyrir Invest og Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins ásamt smærri hluthöfum hafa aukið við hlutafé sitt í fyrirtækinu ReMake Electric ehf. Eftir hlutafjáraukninguna á Eyrir Invest 26,2% í fyrirtækinu og Nýsköpunarsjóður 18% en markmið fyrirtækisins er að verða leiðandi á heimsmarkaði með lausnir til orkustjórnunar í heimilum og fyrirtækjum. "Það hefur verið afar mikilvægt fyrir okkur sem ungt fyrirtæki að njóta þeirrar þekkingar og reynslu sem við höfum hlotið frá okkar stærstu hluthöfum og því gríðarlega mikils virði fyrir okkur að finna traustið og halda áfram nánu samstarfi við okkar fjárfesta," segir Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake Electric í tilkynningu um málið. Fyrirtækið ReMake Electric hefur þróað einkaleyfisvarða vélbúnaði til raforkumælinga í rafmagnsskápum í heimilum og fyrirtækjum. ReMake hefur einnig þróað hugbúnað fyrir orkustjórnun sem gerir notendum kleift að sjá ítarlegar upplýsingar um orkunotkun sína ásamt kostnaði við sína notkun. "Síðan Eyrir kom að fyrirtækinu árin 2009-2010 hefur orðið mikill framgangur í tækniþróun félagsins. ReMake sigraði Gulleggið árið 2010 og hefur síðan fengið allnokkrar og alþjóðlegar viðurkenningar ásamt því að íslensk fyrirtæki eru nú þegar að nota ReMake vörur til þess að halda nákvæmu eftirliti um sína orkunotkun og ná fram miklum sparnaði í sínum rekstri. Því má segja að fyrsti fasi af samstarfi og fjárfestingu okkar í ReMake hafi gengið afar vel og við sjáum fram á mikil tækifæri í okkar öðrum fasa með fyrirtækinu sem er markaðssókn erlendis," segir Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og ReMake Electric. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Eyrir Invest og Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins ásamt smærri hluthöfum hafa aukið við hlutafé sitt í fyrirtækinu ReMake Electric ehf. Eftir hlutafjáraukninguna á Eyrir Invest 26,2% í fyrirtækinu og Nýsköpunarsjóður 18% en markmið fyrirtækisins er að verða leiðandi á heimsmarkaði með lausnir til orkustjórnunar í heimilum og fyrirtækjum. "Það hefur verið afar mikilvægt fyrir okkur sem ungt fyrirtæki að njóta þeirrar þekkingar og reynslu sem við höfum hlotið frá okkar stærstu hluthöfum og því gríðarlega mikils virði fyrir okkur að finna traustið og halda áfram nánu samstarfi við okkar fjárfesta," segir Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake Electric í tilkynningu um málið. Fyrirtækið ReMake Electric hefur þróað einkaleyfisvarða vélbúnaði til raforkumælinga í rafmagnsskápum í heimilum og fyrirtækjum. ReMake hefur einnig þróað hugbúnað fyrir orkustjórnun sem gerir notendum kleift að sjá ítarlegar upplýsingar um orkunotkun sína ásamt kostnaði við sína notkun. "Síðan Eyrir kom að fyrirtækinu árin 2009-2010 hefur orðið mikill framgangur í tækniþróun félagsins. ReMake sigraði Gulleggið árið 2010 og hefur síðan fengið allnokkrar og alþjóðlegar viðurkenningar ásamt því að íslensk fyrirtæki eru nú þegar að nota ReMake vörur til þess að halda nákvæmu eftirliti um sína orkunotkun og ná fram miklum sparnaði í sínum rekstri. Því má segja að fyrsti fasi af samstarfi og fjárfestingu okkar í ReMake hafi gengið afar vel og við sjáum fram á mikil tækifæri í okkar öðrum fasa með fyrirtækinu sem er markaðssókn erlendis," segir Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og ReMake Electric.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira