Viðskipti innlent

Iceland Express gerir samning við bílaleigumiðlara

Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Express, Thomas Rygaard framkvæmdastjóri söluskrifstofu AUTO ESCAPE á Norðurlöndunum með starfsfólki á sölu- og markaðssviði Iceland Express.
Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Express, Thomas Rygaard framkvæmdastjóri söluskrifstofu AUTO ESCAPE á Norðurlöndunum með starfsfólki á sölu- og markaðssviði Iceland Express.
Flugfélagið Iceland Express hefur gert samstarfssamning við bílaleigumiðlarann AUTO ESCAPE en fyrirtækið hefur aðgang að 800 þúsund ökutækjum í 125 löndum.

Í tilkynningu segir að í september á síðasta ári hafi fyrirtækið fest kaup á öðru leiðandi fyrirtæki á sama sviði, CAR DEL MAR en kaupunum hafi starfsemi AUTO ESCAPE tvöfaldast.

„AUTO ESCAPE semur um besta mögulega verð við alþjóðlegar bílaleigur og býður viðskiptavinum sínum upp á einfalda og alhliða bílaleiguþjónustu. Ótakmarkaður kílómetrafjöldi, tryggingar og skattar eru innifalin í verði allra ökutækja sem leigð eru hjá AUTO ESCAPE. Farþegar Iceland Express geta nú bókað bílaleigubíl hjá fyrirtækinu beint frá heimasíðu Iceland Express eða í söluveri og þar með notið bestu kjara sem í boði eru á bílaleigumarkaðnum í Evrópu,“ segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×