Nýherji og dótturfélög hafa gert samstarfssamning við Sendil um miðlun rafrænna reikninga. Þannig gefst Nýherja og dótturfélögum kostur á því að senda og taka á móti reikningum á rafræni formi, en í því felst verulegur sparnaður og hagræðing.
Í tilkynningu segir Ingimar Bjarnason framkvæmdastjóri Applicon á Íslandi, dótturfélags Nýherja, mikilvægt að hagræða í rekstri með hagnýtingu rafrænna reikninga. Nýherji muni innleiða lausnir og þjónustu Sendils hjá sér og dótturfélögunum, Applicon og TM Software. Auk þess munu fyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum lausnir á sviði rafrænnar miðlunar í gegnum þjónustulag Sendils.
Miklu máli skiptir að lausn Sendils er þróuð fyrir evrópskan markað og nýtist því íslenskum fyrirtækjum sem starfa á alþjóða markaði.
Sendill.is sérhæfir sig í miðlun rafrænna reikninga og annarra viðskiptaskjala milli fyrirtækja og stofnana. Í dag geta allar opinberar stofnanir móttekið rafræna reikninga í gegnum Sendil.is, ýmis sveitafélög og fyrirtæki auk 70 þúsund fyrirtækja og stofnana í Danmörku og nú vaxandi fjölda fyrirtækja í Evrópu.
Nýherji semur við Sendil um rafræna reikninga

Mest lesið

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent


Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent


Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent