Viðskipti innlent

Veruleg eftirspurn í útboði Eimskips

Veruleg umframeftirspurn var í hinu lokaða hlutafjárútboði Eimskips í gærdag, en samtals bárust tilboð fyrir yfir 12 milljarða króna frá fjárfestum. Tilboðum var tekið fyrir rúmlega 8,3 milljarða króna á verðinu 208 kr. á hlut.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að almennt útboð hefst næstkomandi þriðjudag og stendur til föstudagsins 2. nóvember. Í almenna útboðinu gefst fjárfestum og einstaklingum kostur á að skrá sig fyrir hlutum í Eimskip á sama verði og hlutabréf voru seld í lokaða útboðinu.

Í almenna útboðinu verða samtals seldir 10.000.000 hlutir eða samtals 5% af útgefnu hlutafé. Verði umframeftirspurn í almenna útboðinu hefur félagið heimild til að bjóða til sölu 6.000.000 eigin hluti eða 3% af útgefnu hlutafé. Samtals verður því boðinn til sölu allt að 8% hlutur í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×