Viðskipti innlent

Hagnaður Haga nam 1,5 milljörðum

Hagnaður Haga eftir skatta nam rúmum 1,5 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi rekstrarárs félagsins eða 4,4% af veltu.

Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins. Þar segir að eigið fé félagsins hafi numið rúmlega 7,3 milljörðum kr. í lok tímabilsins og að eignfjárhlutfall sé 30%.

Fram kemur að rekstur félagsins á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins var góður og betri en á sama tímabili í fyrra. Reksturinn var yfir áætlunum og eru horfur fyrir síðari helming rekstrarársins ágætar.

Skrifað hefur verið undir leigusamning um verslunarhúsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi en þar er stefnt að opnun Bónusverslunar í desember næst komandi.

Hagar hafa gert tilboð í fasteign við Skútuvog 5 í Reykjavík en stefnt er að því að stór hluti hússins muni nýtast Aðföngum. Ekki hefur verið gengið frá kaupsamningi þar sem enn eru nokkrir fyrirvarar í samningnum ófrágengnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×