Viðskipti innlent

Tveir menn lönduðu afla fyrir 17 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Báturinn siglir frá Raufarhöfn.
Báturinn siglir frá Raufarhöfn. Mynd/ Sigurður Bogi.
Petra SI sem hefur róið frá Raufarhöfn að undanförnu lönduðu 55 tonnum í einungis 8 róðrum núna í október. Áætlað aflaverðmæti er um 17 milljónir króna, samvæmt vefnum Aflafréttir. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema af þeirri ástæðu að einungis tveir menn eru á bátnum, þeir Haraldur Hermannsson skipstjóri og Sigurður Gunnarsson háseti.

Aflafréttir benda á að núna í október hefur virðað mjög vel til sjósóknar og það hafi smábátarnir um allt land nýtt sér. Veiði hefur verið mjög góð hvort sem þeir hafa verið á handfærum eða þá línu.

Sjóararnir á Petru SI komu fjórum sinnum með bátinn kjaftfullar því þeir komu með 8,4 tonn í einum róðri, 9,4 tonn í þeim næsta 9,7 tonn. Eftir besta róðurinn komu þeir svo með afla upp á 10.3 tonn. Þessi 10 tonna róður er mesti afli smábáts á íslandi í einum róðri í ár og þarf að fara nokkur aftur í tímann til þess að finna bát sem 9 tonn og hefur komið með yfir 10 tonn í einum róðri










Fleiri fréttir

Sjá meira


×