Diablo III loks lentur 15. maí 2012 22:00 Tólf ára bið spilara lauk þegar dyr tölvuleikjaverslana víða um heim opnuðu í gærkvöld. Þúsundir spilara þustu þá inn og tryggðu sér eintak af einum eftirsóttasta tölvuleik allra tíma, Diablo III. Rúmlega 12 ár eru síðan Diablo II kom út en það þykir heil ævi í tölvuleikjaiðnaðinum. Vinsælir tölvuleikir eins og World of Warcraft, Call of Duty og EVE Online fá reglulega uppfærslur. Diablo III er hlutverkaleikur. Söguheimur hans nefnist Sanctuary en honum er ógnað af árum og skrímslum úr undirheimum. Það er hlutskipti spilara að sigrast á þessari ógn. Það er tölvuleikjafyrirtækið Blizzard sem framleiðir Diablo tölvuleikjaröðina. Fyrirtækið stóð fyrir mikilli hátíð í Irvine í Bandaríkjunum í gærkvöld þar sem tæplega 2 þúsund spilarar söfnuðust saman en flestir hröðuðu sér þó heim eftir að hafa fengið leikinn goðumlíka í hendurnar.Það var margt um manninn í Elko í gær.mynd/ElkoÍslenskir spilarar voru einnig spenntir fyrir Diablo III. Verslanirnar Gamestöðin og Elko stóðu fyrir kvöldopnun í verslunum sínum í gær. Guðni Freyr Sigurðsson, verslunarstjóri Elko í Lindunum, segir að mikil stemning hafi verið í versluninni í gær. Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina — veðurguðirnir voru þó ekki hliðhollir íslenskum spilurum í gærkvöld. „Við ákváðum að opna aðeins fyrr," segir Guðni. „Flestir voru þó undirbúnir fyrir slagveðrið — ég sá meir að segja nokkra í selskins yfirhöfnum en það er í takt við andrúmsloft Diablo."mynd/ElkoElko bauð viðskiptavinum sínum upp á pítsu og gos á meðan þeir biðu. „Nokkrir afþökkuðu þó kræsingarnar og hröðuðu sér í röðina," segir Guðni. Alls seldust um 1.000 eintök af tölvuleiknum í beinni sölu og forpöntunum hjá Elko. Þá var einnig mikið að gera í verslunum fyrirtækisins í dag. Talið er að Blizzard muni selja fjögur milljón eintök af Diablo III á árinu en tölvuleikurinn er aðeins fáanlegur á PC tölvur og Mac tölvurnar frá Apple. Hægt er að sjá brot úr Diablo III hér fyrir ofan. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tólf ára bið spilara lauk þegar dyr tölvuleikjaverslana víða um heim opnuðu í gærkvöld. Þúsundir spilara þustu þá inn og tryggðu sér eintak af einum eftirsóttasta tölvuleik allra tíma, Diablo III. Rúmlega 12 ár eru síðan Diablo II kom út en það þykir heil ævi í tölvuleikjaiðnaðinum. Vinsælir tölvuleikir eins og World of Warcraft, Call of Duty og EVE Online fá reglulega uppfærslur. Diablo III er hlutverkaleikur. Söguheimur hans nefnist Sanctuary en honum er ógnað af árum og skrímslum úr undirheimum. Það er hlutskipti spilara að sigrast á þessari ógn. Það er tölvuleikjafyrirtækið Blizzard sem framleiðir Diablo tölvuleikjaröðina. Fyrirtækið stóð fyrir mikilli hátíð í Irvine í Bandaríkjunum í gærkvöld þar sem tæplega 2 þúsund spilarar söfnuðust saman en flestir hröðuðu sér þó heim eftir að hafa fengið leikinn goðumlíka í hendurnar.Það var margt um manninn í Elko í gær.mynd/ElkoÍslenskir spilarar voru einnig spenntir fyrir Diablo III. Verslanirnar Gamestöðin og Elko stóðu fyrir kvöldopnun í verslunum sínum í gær. Guðni Freyr Sigurðsson, verslunarstjóri Elko í Lindunum, segir að mikil stemning hafi verið í versluninni í gær. Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina — veðurguðirnir voru þó ekki hliðhollir íslenskum spilurum í gærkvöld. „Við ákváðum að opna aðeins fyrr," segir Guðni. „Flestir voru þó undirbúnir fyrir slagveðrið — ég sá meir að segja nokkra í selskins yfirhöfnum en það er í takt við andrúmsloft Diablo."mynd/ElkoElko bauð viðskiptavinum sínum upp á pítsu og gos á meðan þeir biðu. „Nokkrir afþökkuðu þó kræsingarnar og hröðuðu sér í röðina," segir Guðni. Alls seldust um 1.000 eintök af tölvuleiknum í beinni sölu og forpöntunum hjá Elko. Þá var einnig mikið að gera í verslunum fyrirtækisins í dag. Talið er að Blizzard muni selja fjögur milljón eintök af Diablo III á árinu en tölvuleikurinn er aðeins fáanlegur á PC tölvur og Mac tölvurnar frá Apple. Hægt er að sjá brot úr Diablo III hér fyrir ofan.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira