Áhlaup á gríska banka - 700 milljónir evra teknar út Magnús Halldórsson skrifar 15. maí 2012 21:18 Frá Grikklandi. Almenningur í Grikklandi tók út 700 milljónir evra, rúmlega 114 milljarðar króna, af reikningum grískra banka í gær samkvæmt upplýsingum sem forseti Grikklands, Karolos Papoulias, lét þingmenn hafa í dag og vitnað er til á vef Wall Street Journal í dag. Papoulias talar um áhlaup á gríska banka í upplýsingunum sem Wall Street Journal vitnar til. Þetta er mun meiri úttekt af reikningum enn í venjulega árferði og óttast menn að þessi þróun muni halda áfram út vikuna, að því er segir í frétt Wall Street Journal um málin. Samkvæmt upplýsingunum sem Wall Street Journal vitnar til, varar Papoulias stjórnmálamenn við því að alvarlegir atburðir kunni að vera framundan þegar kemur að efnahagslífi landsins. Samkvæmt gögnum seðlabankans í Grikklandi voru heildarinnlán einstaklinga og fyrirtækja í Grikklandi um 165 milljarðar evra í mars sl., og því er þessi úttekt á einum degi sögð mikið áhyggjuefni. Á síðastliðnum tveimur mánuðum hafa tveir til þrír milljarðar evra farið útaf reikningum á mánaðarlega, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Óljóst er enn hver efnahagsleg framtíð Grikklands verður, en vaxandi líkur eru taldar á því að Grikkir muni yfirgefa evruna og taka upp drökmuna á nýjan leik. Allt er þó óljóst í þeim efnum enn sem komið er, og allt eins líklegt að samstaða náist um að fylgja eftir niðurskurðaráformum sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn unnu með stjórnvöldum í Grikklandi, með það að markmiði að rétta af rekstur gríska ríkisins á löngum tíma. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Almenningur í Grikklandi tók út 700 milljónir evra, rúmlega 114 milljarðar króna, af reikningum grískra banka í gær samkvæmt upplýsingum sem forseti Grikklands, Karolos Papoulias, lét þingmenn hafa í dag og vitnað er til á vef Wall Street Journal í dag. Papoulias talar um áhlaup á gríska banka í upplýsingunum sem Wall Street Journal vitnar til. Þetta er mun meiri úttekt af reikningum enn í venjulega árferði og óttast menn að þessi þróun muni halda áfram út vikuna, að því er segir í frétt Wall Street Journal um málin. Samkvæmt upplýsingunum sem Wall Street Journal vitnar til, varar Papoulias stjórnmálamenn við því að alvarlegir atburðir kunni að vera framundan þegar kemur að efnahagslífi landsins. Samkvæmt gögnum seðlabankans í Grikklandi voru heildarinnlán einstaklinga og fyrirtækja í Grikklandi um 165 milljarðar evra í mars sl., og því er þessi úttekt á einum degi sögð mikið áhyggjuefni. Á síðastliðnum tveimur mánuðum hafa tveir til þrír milljarðar evra farið útaf reikningum á mánaðarlega, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Óljóst er enn hver efnahagsleg framtíð Grikklands verður, en vaxandi líkur eru taldar á því að Grikkir muni yfirgefa evruna og taka upp drökmuna á nýjan leik. Allt er þó óljóst í þeim efnum enn sem komið er, og allt eins líklegt að samstaða náist um að fylgja eftir niðurskurðaráformum sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn unnu með stjórnvöldum í Grikklandi, með það að markmiði að rétta af rekstur gríska ríkisins á löngum tíma.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira