Bakreikningur ógnar framtíð FIH bankans 12. desember 2012 10:30 Seðlabanki Íslands seldi FIH bankann árið 2010. Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan. Málið snýst um að í febrúar í ár yfirtók bankaumsýslan stóran hluta af fasteignalánum FIH eða fyrir um 17 milljarða danskra króna. Síðan voru vextirnir á þessum lánum hækkaðir. Þeir sem skulda lánin eru ekki ánægðir með vaxtahækkunina og hefur eitt fasteignafélag höfðað mál gegn bankaumsýslunni vegna vaxtanna. Lögmaður þessa félags segir að vissulega eigi bankaumsýslan ekki að keppa við bankana á fasteignamarkaðinum með því að bjóða lægri vexti en þeir. Hinsvegar séu einnig til staðar skilmálar í þessum lánum og bankaumsýslan hafi ekki staðið við þá skilmála. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að ef bankaumsýslan tapi málinu muni bakreikningur upp á um hálfan milljarð danskra króna eða nærri 11 milljarða króna lenda á FIH bankanum bara á fyrsta árinu. Um slíkt hafi verið samið við yfirtökuna á lánunum. Henrik Bjerre-Nielsen forstjóri bankaumsýslunnar staðfestir þetta. Hann segir að bankaumsýslan muni ekki tapa neinu fé fyrr en hluthafar í FIH bankanum hafi tapað fjárfestingu sinni. Seðlabankinn seldi FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 milljarða kr. Nær helmingur söluverðsins var staðgreiddur en helmingurinn var að mestu bundinn við gengi bankans fram til ársins 2014. Ef framangreint mál tapast er útséð um að Seðlabankinn fái nokkuð fé vegna gengis FIH bankans næstu tvö árin og gæti því tapað allt að rúmlega 50 milljörðum kr. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan. Málið snýst um að í febrúar í ár yfirtók bankaumsýslan stóran hluta af fasteignalánum FIH eða fyrir um 17 milljarða danskra króna. Síðan voru vextirnir á þessum lánum hækkaðir. Þeir sem skulda lánin eru ekki ánægðir með vaxtahækkunina og hefur eitt fasteignafélag höfðað mál gegn bankaumsýslunni vegna vaxtanna. Lögmaður þessa félags segir að vissulega eigi bankaumsýslan ekki að keppa við bankana á fasteignamarkaðinum með því að bjóða lægri vexti en þeir. Hinsvegar séu einnig til staðar skilmálar í þessum lánum og bankaumsýslan hafi ekki staðið við þá skilmála. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að ef bankaumsýslan tapi málinu muni bakreikningur upp á um hálfan milljarð danskra króna eða nærri 11 milljarða króna lenda á FIH bankanum bara á fyrsta árinu. Um slíkt hafi verið samið við yfirtökuna á lánunum. Henrik Bjerre-Nielsen forstjóri bankaumsýslunnar staðfestir þetta. Hann segir að bankaumsýslan muni ekki tapa neinu fé fyrr en hluthafar í FIH bankanum hafi tapað fjárfestingu sinni. Seðlabankinn seldi FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 milljarða kr. Nær helmingur söluverðsins var staðgreiddur en helmingurinn var að mestu bundinn við gengi bankans fram til ársins 2014. Ef framangreint mál tapast er útséð um að Seðlabankinn fái nokkuð fé vegna gengis FIH bankans næstu tvö árin og gæti því tapað allt að rúmlega 50 milljörðum kr.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira