Uppsagnarbréfið gæti breytt Goldman Sachs 19. mars 2012 22:40 Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans, eins og Smith sagði í uppsagnarbréfinu. "En í sannleika sagt þá trúi ég því að umræðan sem þetta bréf hefur skapað, muni leiða til góðs fyrir fyrirtækið. Það er hollt og gott fyrir stór fjármálafyrirtæki, ekki síst nú á tímum, að endurhugsa samskipti við viðskiptavini, og þetta bréf mun hjálpa okkur til lengri tíma, jafnvel þó við séu ósammála mörgu því sem kemur fram í því," sagði O'neill í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sama dag og bréf Smith birtist féll markaðsvirði Goldman Sachs um 3,4 prósent sem þá nam um 250 milljörðum íslenskra króna. Í bréfinu gagnrýndi Smith Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs, fyrir að innleiða áherslur á skammtímahagnað fremur en langtíma samband við viðskiptavini. Hann sagð enn fremur að andrúmsloftið í fyrirtækinu væri eitrað og að nauðsynlegt væri að losa fyrirtækið við þá starfsmenn sem væru "siðferðilega gjaldþrota". Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans, eins og Smith sagði í uppsagnarbréfinu. "En í sannleika sagt þá trúi ég því að umræðan sem þetta bréf hefur skapað, muni leiða til góðs fyrir fyrirtækið. Það er hollt og gott fyrir stór fjármálafyrirtæki, ekki síst nú á tímum, að endurhugsa samskipti við viðskiptavini, og þetta bréf mun hjálpa okkur til lengri tíma, jafnvel þó við séu ósammála mörgu því sem kemur fram í því," sagði O'neill í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sama dag og bréf Smith birtist féll markaðsvirði Goldman Sachs um 3,4 prósent sem þá nam um 250 milljörðum íslenskra króna. Í bréfinu gagnrýndi Smith Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs, fyrir að innleiða áherslur á skammtímahagnað fremur en langtíma samband við viðskiptavini. Hann sagð enn fremur að andrúmsloftið í fyrirtækinu væri eitrað og að nauðsynlegt væri að losa fyrirtækið við þá starfsmenn sem væru "siðferðilega gjaldþrota".
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira