Viðskipti innlent

Gjaldeyriskaup Seðlabankans rúm 20% af veltunni

Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam tæplega 15,8 milljörðum kr. í október s.l. sem er 66,5% meiri velta en í fyrri mánuði.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabanklans. Þar segir að þar af hafi gjaldeyriskaup Seðlabankans numið 3,2 milljörðum kr eða 20,4% af heildarveltu mánaðarins.

Þetta hlutfall bankans í kaupunum er með því hæsta frá því að bankinn hóf regluleg gjaldeyriskaup á þessum markaði fyrir tveimur árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×