Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 15:11 Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað. Klinkið Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað.
Klinkið Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira