Viðskipti innlent

Óvæntur sumarkippur á fasteignamarkaðinum

Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu tók óvæntan kipp í sumarblíðunni í síðustu viku. Þá var þinglýst 115 kaupsamninga á svæðinu.

Til samanburðar var fjöldi samninga 91 í vikunni á undan en fjöldinn hefur verið 110 á viku að meðaltali undanfarna þrjá mánuði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að heildarveltan í vikunni var rúmlega þrír milljarðar króna og meðalupphæð á samning 26,8 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×