Viðskipti innlent

Valitor áfrýjar Datacell málinu til Hæstaréttar

Valitor vísaði í dag til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júlí síðastliðinn í máli Datacell gegn Valitor. Í dómi Héraðsdóms var Valitor gert að veita Datacell greiðsluþjónustu.

Í tilkynningu frá Valitor segist fyrirtækið ekki taka afstöðu til starfsemi Wikileaks eða deilu samtakanna við alþjóðlegu kortasamsteypurnar Visa EU og Mastercard. Hins vegar sé það engum vafa undirorpið að kortasamsteypurnar telji að þjónusta af því tagi sem Datacell og Wikileaks sækist eftir samrýmist ekki reglum alþjóðlegum kortafyrirtækjanna.

Valitor bendir á að afstaða kortasamsteypanna til miðlunar á greiðslum til Wikileaks hafi legið ljós fyrir frá upphafi og hafi danska fyrirtækið Teller áður lokað fyrir miðlun á greiðslum til Wikileaks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×