Suzuki bílar verða ekki seldir í Bandaríkjunum á næstunni. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að bílarnir hafi verið seldir þar í þrjá áratugi virðast Bandaríkjamenn ekki vera spenntir fyrir þeim. Salan gengur illa og tekjurnar eru ekki nægjanlega miklar. Bifhjól og bátamótorar verða aftur á móti seldir áfram í Bandaríkjunum enda gengur sala þeirra mun betur.
