Viðskipti innlent

Mikil aukning á viðskiptum með hlutabréf í fyrra

Verulega aukning varð á viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni á síðasta ári miðað við árið 2010.

Í yfirliti um viðskiptin kemur fram að heildarviðskiptin með hlutabréf námu 69 milljörðum króna eða 272 milljónum króna á dag að jafnaði. Til samanburðar var veltan árið 2010 um 25 milljarðar króna eða um 104 milljónir króna á dag að jafnaði.

Mestu viðskiptin voru með bréf í Marel, Össuri og Icelandair. Á árinu hækkaði verð á hlutabréfum í Icelandair mest eða um 60% en þar á eftir komu hlutabréf í HB Granda sem hækkuðu um 33% á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×