Viðskipti innlent

Nýir forstjórar hjá Alcoa á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Janne er forstjóri Fjarðaáls.
Janne er forstjóri Fjarðaáls.
Janne Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðin forstjóri Fjarðaáls frá og með 1. janúar síðastliðnum í stað Tómasar Más Sigurðssonar, sem hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa í Evrópu með aðsetri í Genf.

Magnús Þór er forstjóri Alcoa á Íslandi.
Jafnframt hefur Magnús Þór Ásmundsson, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar og skautsmiðju hjá Fjarðaáli, tekið við starfi forstjóra Alcoa á Íslandi í stað Tómasar Más Sigurðssonar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×