Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands verður lögð fram að nýju á Alþingi á þriðjudag. Hún kom fram á síðasta þingi en fékk ekki afgreiðslu.
Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að tillagan hafi verið afgreidd út úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vor og verið fullunnin. Nefndin þurfi því ekki að leggja mikla vinnu í hana núna og hægt sé að afgreiða hana á skömmum tíma.
„Ég tel að samþykkt þessarar tillögu sé eitt af brýnustu uppgjörsmálum hrunsins og nauðsynlegur liður í því að læra af biturri reynslu síðustu ára.“
Meðflutningsmenn tillögunnar koma úr öllum flokkum, nema Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Skúli segir að leitað hafi verið til fulltrúa þeirra á síðasta þingi, en þeir ekki viljað vera með. Þá er Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, á meðal flutningsmanna. Skúli telur að nefndinni dugi sex mánuðir til rannsóknarinnar.
„Það er til samræmis við rannsóknina á sparisjóðunum, sem er í gangi núna. Ég held að þetta sé raunhæf tímaáætlun. Það hefur ýmislegt verið skrifað um einkavæðinguna og það er hægt að nýta sér það. Þörfin á frumrannsóknum er kannski ekki eins mikil.“- kóp
Rannsaka einkavæðingu banka

Mest lesið


Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent