Hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja vegna skattskulda Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. september 2012 18:44 Tollstjóraembættið Tryggvagötu. Embætti tollstjóra hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. Stöðvun atvinnurekstrar er heimil þegar skattar og opinber gjöld eru í vanskilum. Hér er um að ræða tekjuskatta, tryggingargjald og virðisaukaskatt, svo eitthvað sé nefnt. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg vanhöld á greiðslu opinberra gjalda eru, en um er að ræða hegningarlagabrot sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Innheimtumönnum ríkissjóðs, eins og tollstjóra og sýslumönnum víða um land, er heimilt að beita þessu úrræði, en ekki skylt. Fyrir bankahrunið var þessu úrræði gjarnan beitt en lögregla gerir þetta að beiðni tollstjóra með því að innsigla starfsstöðvar fyrirtækis. Snorri Olsen, tollstjóri, sagði í samtali við fréttastofu að embættið hefði nú ekki beitt þessu úrræði í rúm þrjú ár. Í þrjú ár hafa semsagt engar starfsstöðvar fyrirtækja verið innsiglaðar. Snorri sagði að árið 2009 hafi komið tilmæli frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki hörðustu aðgerðum. Og eftir það hafi lokunaraðgerðum ekkert verið beitt. Fyrst á þessu ári hafi embættið farið að tilkynna skuldurum á ný að lokað yrði á atvinnustarfsemi ef ekki yrði greitt en engum starfsstöðvum hafi hins vegar verið lokað. Tollstjóraembættið hefur farið þá leið að gera samkomulag við fyrirtæki sem skulda opinber gjöld, en Snorri sagði að frá árinu 2009 hefði embættið gert hundruð slíkra samninga. Dæmi eru um fyrirtæki sem skulda tugi milljóna króna í vörsluskatta eins og virðisaukaskatt en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar á grundvelli samkomulags um greiðsluáætlun við tollstjóraembættið. Ekki fengust upplýsingar um hversu há skattskuld þessara fyrirtækja er samtals. Í lok mars 2010 voru samþykkt lög þess efnis að lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem voru í vanskilum með skatta og önnur opinber gjöld sem höfðu gjaldfallið fyrir 1. janúar 2010 gátu sótt um frest til greiðsluuppgjörs á þeim vanskilum til tollstjóra. Snorri Olsen sagði að gríðarlega mörg fyrirtæki hefðu nýtt sér þetta úrræði og en hann sagði þetta dæmi um lagasetningu sem hafi heppnast mjög vel á erfiðum tímum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Embætti tollstjóra hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. Stöðvun atvinnurekstrar er heimil þegar skattar og opinber gjöld eru í vanskilum. Hér er um að ræða tekjuskatta, tryggingargjald og virðisaukaskatt, svo eitthvað sé nefnt. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg vanhöld á greiðslu opinberra gjalda eru, en um er að ræða hegningarlagabrot sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Innheimtumönnum ríkissjóðs, eins og tollstjóra og sýslumönnum víða um land, er heimilt að beita þessu úrræði, en ekki skylt. Fyrir bankahrunið var þessu úrræði gjarnan beitt en lögregla gerir þetta að beiðni tollstjóra með því að innsigla starfsstöðvar fyrirtækis. Snorri Olsen, tollstjóri, sagði í samtali við fréttastofu að embættið hefði nú ekki beitt þessu úrræði í rúm þrjú ár. Í þrjú ár hafa semsagt engar starfsstöðvar fyrirtækja verið innsiglaðar. Snorri sagði að árið 2009 hafi komið tilmæli frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki hörðustu aðgerðum. Og eftir það hafi lokunaraðgerðum ekkert verið beitt. Fyrst á þessu ári hafi embættið farið að tilkynna skuldurum á ný að lokað yrði á atvinnustarfsemi ef ekki yrði greitt en engum starfsstöðvum hafi hins vegar verið lokað. Tollstjóraembættið hefur farið þá leið að gera samkomulag við fyrirtæki sem skulda opinber gjöld, en Snorri sagði að frá árinu 2009 hefði embættið gert hundruð slíkra samninga. Dæmi eru um fyrirtæki sem skulda tugi milljóna króna í vörsluskatta eins og virðisaukaskatt en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar á grundvelli samkomulags um greiðsluáætlun við tollstjóraembættið. Ekki fengust upplýsingar um hversu há skattskuld þessara fyrirtækja er samtals. Í lok mars 2010 voru samþykkt lög þess efnis að lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem voru í vanskilum með skatta og önnur opinber gjöld sem höfðu gjaldfallið fyrir 1. janúar 2010 gátu sótt um frest til greiðsluuppgjörs á þeim vanskilum til tollstjóra. Snorri Olsen sagði að gríðarlega mörg fyrirtæki hefðu nýtt sér þetta úrræði og en hann sagði þetta dæmi um lagasetningu sem hafi heppnast mjög vel á erfiðum tímum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira