Logi Gunnars: Landsleikirnir á móti stóru þjóðunum standa upp úr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 12:15 Mynd/Anton „Þetta lið er með þeim bestu í heimi. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna er maður í þessu og reynir að vera með í eins mörgum leikjum og maður getur. Maður vill mæla sig á móti þeim bestu," segir landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson. Íslendingar mæta Serbum í fyrsta leik sínum í A-riðli undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóveníu á næsta ári. „Til þess að við eigum stjarnfræðilegan möguleika þarf leikur okkar að vera mjög agaður. Það verður oft þannig á móti stórum liðum að við dettum út úr okkar aðgerðum einfaldlega því andstæðingurinn er svo sterkur í vörn. Við þurfum að fylgja okkar stefnu," segir Logi 83 landsleiki fyrir Íslands hönd. Leikmenn landsliðsins hafa æft undanfarin mánuð en undankeppnin fer fram næstu fjórar vikurnar. Tíu leikir á 26 dögum er dagskrá íslensku strákanna sem taka ekki þátt í undirbúningstímabili félagsliða sinna á meðan. Logi hefur fundið fyrir pressu frá sínum félagsliðum í gegnum tíðina að láta landsliðið mæta afgangi en segir tvímælalaust þess virði að standa vaktina með landsliðinu. „Ég hef áður fundið fyrir pressu frá mínu félagsliði og ég hef gert allt í mínu valdi til þess að fá að koma. Það hefur eiginlega alltaf gengið enda hef ég gengið á eftir því. Það sem situr eftir að loknum löngum ferli eru þessir landsleikir á móti stóru þjóðunum. Þó maður sé búinn að spila út um alla Evrópu og í mörg ár eru þessir leikir með Íslandi eitt af því sem stendur upp úr. Það myndi ekki skemma fyrir að ná góðum úrslitum í þessum riðli," segir Logi. Logi, sem man tímana tvenna með landsliðinu, var beðinn um að rifja upp bestu stundirnar í íslenska landsliðsbúningnum. „Það eru sigrar gegn stærri þjóðum. Við unnum Georgíu á lokasekúndunum með spjaldskoti frá Jakobi (Erni Sigurðarsyni) sem ég gleymi aldrei. Ég og við allir áttum mjög góðan leik þar. Við fengum gullið á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007 en þá hafði Ísland ekki unnið gullið í mörg ár. Þó það hafi ekki verið á móti risaþjóðum stendur það upp úr," segir Logi og bendir á að bestu frammistöður sínar í landsliðsbúningnum hafi verið gegn stærri þjóðum á borð við Litháen og Slóveníu. Logi segir að þrátt fyrir að Serbarnir hafi á að skipa frábærum körfuknattleiksmönnum passi menn sig á því að dýrka ekki andstæðingana. „Það eru góðir leikmenn í öllum þessum landsliðum og áskorun að fá að spila móti þessum leikmönnum. Virðingin er ekkert of mikil og maður mætir til að ýta við þeim og berja aðeins á þeim. Sýna að við æfum jafnmikið og þó við séum ekki alveg jafnstórir erum við duglegir og jafnvel duglegri." Leikur Íslands og Serbíu hefst í Laugardalshöll í kvöld klukkan 20. Körfubolti Tengdar fréttir Verður örugglega troðið í grillið á okkur Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. 14. ágúst 2012 07:00 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Þetta lið er með þeim bestu í heimi. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna er maður í þessu og reynir að vera með í eins mörgum leikjum og maður getur. Maður vill mæla sig á móti þeim bestu," segir landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson. Íslendingar mæta Serbum í fyrsta leik sínum í A-riðli undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóveníu á næsta ári. „Til þess að við eigum stjarnfræðilegan möguleika þarf leikur okkar að vera mjög agaður. Það verður oft þannig á móti stórum liðum að við dettum út úr okkar aðgerðum einfaldlega því andstæðingurinn er svo sterkur í vörn. Við þurfum að fylgja okkar stefnu," segir Logi 83 landsleiki fyrir Íslands hönd. Leikmenn landsliðsins hafa æft undanfarin mánuð en undankeppnin fer fram næstu fjórar vikurnar. Tíu leikir á 26 dögum er dagskrá íslensku strákanna sem taka ekki þátt í undirbúningstímabili félagsliða sinna á meðan. Logi hefur fundið fyrir pressu frá sínum félagsliðum í gegnum tíðina að láta landsliðið mæta afgangi en segir tvímælalaust þess virði að standa vaktina með landsliðinu. „Ég hef áður fundið fyrir pressu frá mínu félagsliði og ég hef gert allt í mínu valdi til þess að fá að koma. Það hefur eiginlega alltaf gengið enda hef ég gengið á eftir því. Það sem situr eftir að loknum löngum ferli eru þessir landsleikir á móti stóru þjóðunum. Þó maður sé búinn að spila út um alla Evrópu og í mörg ár eru þessir leikir með Íslandi eitt af því sem stendur upp úr. Það myndi ekki skemma fyrir að ná góðum úrslitum í þessum riðli," segir Logi. Logi, sem man tímana tvenna með landsliðinu, var beðinn um að rifja upp bestu stundirnar í íslenska landsliðsbúningnum. „Það eru sigrar gegn stærri þjóðum. Við unnum Georgíu á lokasekúndunum með spjaldskoti frá Jakobi (Erni Sigurðarsyni) sem ég gleymi aldrei. Ég og við allir áttum mjög góðan leik þar. Við fengum gullið á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007 en þá hafði Ísland ekki unnið gullið í mörg ár. Þó það hafi ekki verið á móti risaþjóðum stendur það upp úr," segir Logi og bendir á að bestu frammistöður sínar í landsliðsbúningnum hafi verið gegn stærri þjóðum á borð við Litháen og Slóveníu. Logi segir að þrátt fyrir að Serbarnir hafi á að skipa frábærum körfuknattleiksmönnum passi menn sig á því að dýrka ekki andstæðingana. „Það eru góðir leikmenn í öllum þessum landsliðum og áskorun að fá að spila móti þessum leikmönnum. Virðingin er ekkert of mikil og maður mætir til að ýta við þeim og berja aðeins á þeim. Sýna að við æfum jafnmikið og þó við séum ekki alveg jafnstórir erum við duglegir og jafnvel duglegri." Leikur Íslands og Serbíu hefst í Laugardalshöll í kvöld klukkan 20.
Körfubolti Tengdar fréttir Verður örugglega troðið í grillið á okkur Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. 14. ágúst 2012 07:00 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Verður örugglega troðið í grillið á okkur Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. 14. ágúst 2012 07:00