Lífið

Ræðir ekki skilnaðinn

Vanessa Paradis
Vanessa Paradis
Söngkonan Vanessa Paradis vill ekki tjá sig um skilnaðinn við Johnny Depp í nýju viðtali við Elle Magazine. Parið skildi í vor eftir fjórtán ára sambúð.

"Ég vil ekki tala um hann. Hver sagði að listafólk þurfi að selja sálu sína og deila einkalífi sínu með fólki? Skylda mín er að kynna vinnu mína, þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er þegar fólk gerir í því að velta sér upp úr særindum þínum. Það sem gerðist milli mín og hans er okkar mál," sagði söngkonan sem hyggst áfram deila tíma sínum milli Frakklands og Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.