Alls var 91 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á milli 25. og 31. maí. Á vef Þjóðskrár segir að 65 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, 23 um sérbýli og þrír um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði.
Heildarvelta var 2.848 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,3 milljónir króna. Fjöldi samninga sem og heildarvelta er álíka og á sama tíma í fyrra.
Sjö kaupsamningum var þinglýst á Suðurnesjum, sextán á Akureyri og fimm á Árborgarsvæðinu.- þj
91 samningi þinglýst á viku
