Viðskipti innlent

Steinunn Jónsdóttir stór hluthafi í Eimskipafélaginu

Magnús Halldórsson skrifar
Steinunn Jónsdóttir, fjárfestir.
Steinunn Jónsdóttir, fjárfestir.
Steinunn Jónsdóttir fjárfestir, sem er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem gjarnan er kenndur við Byko, er sá einstaklingur sem á stærstan einstakan eignarhlut í Eimskipafélaginu, ef frá er talinn bandaríski auðjöfurinn Ronald Burkle.

Steinunn á í gegnum félag sitt Arkur ehf. 1,2 prósent hlut, sem er miðað við gengi dagsins í dag, sem er 220,5, virði ríflega 530 milljóna króna. Steinunn hefur verið nokkuð umsvifamikil í fjárfestingum eftir hrunið fyrir rúmum fjórum árum og á meðal annars 2,7 prósent hlut í MP banka í gegnum Arkur en hún lagði fram um 150 milljónir króna í hlutafé fyrir þann hlut. Þá er Steinunn einnig meðal stórra hluthafa í tryggingafélaginu Sjóvá.

Félag Steinunnar er fjórtándi stærsti hluthafi Eimskipafélagsins en fyrsti listinn yfir 20 stærstu hluthafa félagsins, eftir að bréf félagsins voru formlega tekin til viðskipta á markaði síðastliðinn föstudag, var birtur í dag.

Samkvæmt honum eru tvö félög sem heyra undir félagið Yucaipa, þar sem Ronald Burkle er stærsti hluthafi, með um 25 prósent eignarhlut í Eimskipafélaginu, sem er ríflega ellefu milljarða króna virði miðað við fyrrnefnt gengi bréfa. Lífeyrissjóður verzlunarmanna á 14,57 prósent hlut, og þrotabú gamla Landsbankans á 10,4 prósent hlut í félaginu. Á lista yfir stærstu hluthafa Eimskipafélagsins eru mest fagfjárfestar, svo sem bankar, lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir.

Sjá má frétt, sem birtist fyrr í dag á Vísi, um 20 stærstu hluthafa, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×