Engir endurskoðendur sæta rannsókn þrátt fyrir milljarða bótakröfur 9. júní 2012 18:49 Þótt endurskoðendur þurfi að verjast milljarða skaðabótakröfum frá slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir dómstólum er, enn sem komið er, enginn endurskoðandi föllnu bankanna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða grunaður um refsiverða háttsemi. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð endurskoðenda í aðdraganda falls bankanna, en endurskoðendur stóru bankanna þriggja hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að árita athugasemdalaust ársreikninga bankanna sem hafi ekki gefið rétta mynd af raunverulegri stöðu þeirra. Slitastjórnir bæði Landsbankans og Glitnis höfðuðu fyrr á þessu ári mál gegn PwC fyrir íslenskum dómstólum og telja að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki sinnt störfum sínum með lögmætum hætti. Í stefnu Glitnis er byggt á því að afleiðingar meintrar vanrækslu hafi verið þær að ársreikningur ársins 2007 og árshlutareikningar hafi verið rangir. Rangfærslur snúi meðal annars að tengslum aðila, sem fengu lán hjá bankanum, við bankann sjálfan og skilgreiningum á tengdum aðilum þegar stórar áhættuskuldbindingar voru annars vegar. Í stefnu Landsbankans kemur fram að slitastjórn bankans telji að PwC hafi vitað um bága stöðu bankans við gerð ársreiknings fyrir árið 2007, meira en níu mánuðum fyrir hrun. Þess skal getið að PwC hefur alfarið hafnað málatilbúnaði slitastjórna Landsbankans og Glitnis og telur ásakanir á hendur fyrirtækinu ekki standast skoðun. Tvær skýrslur liggja fyrir þar sem ársreikningar Glitnis og Landsbankans eru harðlega gagnrýndir. Norska fyrirtækið Cofisys vann skýrslu um ársreikninga Glitnis og franska fyrirtækið Lynx Advokatfirma vann skýrslu um Landsbankann. Í grófum dráttum var það niðurstaða skýrsluhöfunda að bæði Glitnir og Landsbankinn hafi verið komnir að fótum fram um áramótin 2007 og að á þeim tímapunkti hafi átt að svipta þá starfsleyfi. Þessar skýrslur voru grundvöllur athugunar á málefnum PwC hjá embætti sérstaks saksóknara án þess að formleg rannsókn væri hafin. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að enn sem komið er hefði engu sakarefni verið beint að endurskoðunarfyrirtækjum. Þar með hefði enginn endurskoðandi réttarstöðu sakbornings í neinu máli sem tengdist falli bankanna. Það sem er athyglisvert er að engin slík skýrsla af þessu tagi hefur verið unnin á ársreikningum Kaupþings, en það var KPMG sem var endurskoðandi bankans. Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður slitastjórnar Kaupþings banka, sagði í samtali við fréttastofu að ekki stæði til að vinna slíka skýrslu sem tæki sérstaklega á upplýsingum í ársreikningum bankans með hugsanlega ábyrgð endurskoðenda í huga. Þá sagði hún að endurskoðun ársreikninga Kaupþings væru til athugunar hjá slitastjórninni en engin ákvörðun hefði verið tekin um málshöfðun. Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Þótt endurskoðendur þurfi að verjast milljarða skaðabótakröfum frá slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir dómstólum er, enn sem komið er, enginn endurskoðandi föllnu bankanna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða grunaður um refsiverða háttsemi. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð endurskoðenda í aðdraganda falls bankanna, en endurskoðendur stóru bankanna þriggja hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að árita athugasemdalaust ársreikninga bankanna sem hafi ekki gefið rétta mynd af raunverulegri stöðu þeirra. Slitastjórnir bæði Landsbankans og Glitnis höfðuðu fyrr á þessu ári mál gegn PwC fyrir íslenskum dómstólum og telja að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki sinnt störfum sínum með lögmætum hætti. Í stefnu Glitnis er byggt á því að afleiðingar meintrar vanrækslu hafi verið þær að ársreikningur ársins 2007 og árshlutareikningar hafi verið rangir. Rangfærslur snúi meðal annars að tengslum aðila, sem fengu lán hjá bankanum, við bankann sjálfan og skilgreiningum á tengdum aðilum þegar stórar áhættuskuldbindingar voru annars vegar. Í stefnu Landsbankans kemur fram að slitastjórn bankans telji að PwC hafi vitað um bága stöðu bankans við gerð ársreiknings fyrir árið 2007, meira en níu mánuðum fyrir hrun. Þess skal getið að PwC hefur alfarið hafnað málatilbúnaði slitastjórna Landsbankans og Glitnis og telur ásakanir á hendur fyrirtækinu ekki standast skoðun. Tvær skýrslur liggja fyrir þar sem ársreikningar Glitnis og Landsbankans eru harðlega gagnrýndir. Norska fyrirtækið Cofisys vann skýrslu um ársreikninga Glitnis og franska fyrirtækið Lynx Advokatfirma vann skýrslu um Landsbankann. Í grófum dráttum var það niðurstaða skýrsluhöfunda að bæði Glitnir og Landsbankinn hafi verið komnir að fótum fram um áramótin 2007 og að á þeim tímapunkti hafi átt að svipta þá starfsleyfi. Þessar skýrslur voru grundvöllur athugunar á málefnum PwC hjá embætti sérstaks saksóknara án þess að formleg rannsókn væri hafin. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að enn sem komið er hefði engu sakarefni verið beint að endurskoðunarfyrirtækjum. Þar með hefði enginn endurskoðandi réttarstöðu sakbornings í neinu máli sem tengdist falli bankanna. Það sem er athyglisvert er að engin slík skýrsla af þessu tagi hefur verið unnin á ársreikningum Kaupþings, en það var KPMG sem var endurskoðandi bankans. Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður slitastjórnar Kaupþings banka, sagði í samtali við fréttastofu að ekki stæði til að vinna slíka skýrslu sem tæki sérstaklega á upplýsingum í ársreikningum bankans með hugsanlega ábyrgð endurskoðenda í huga. Þá sagði hún að endurskoðun ársreikninga Kaupþings væru til athugunar hjá slitastjórninni en engin ákvörðun hefði verið tekin um málshöfðun.
Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira