Viðskipti innlent

Önnur olíufélög bjóða 15 króna afslátt í dag

Mynd/Vísir.
Olíuverzlun Íslands og ÓB-Ódýrt bensín bjóða 15 kr. afslátt af eldsneyti í dag það er af bæði bensín og dísilolíu. Atlantsolía mun einnig bjóða sínum viðskiptavinum sama afslátt.

Í tilkynningu frá Olíuverzlun Íslands segir að þetta sé gert vegna frétta af breytingum á eldsneytisverði. Þar er átt við 15 krónu lækkun hjá N1 sem gerð var í tilefni af N1 mótinu á Akureyri um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×