Leið sáttar og fyrirgefningar líklegust til árangurs Magnús Halldórsson skrifar 5. júlí 2012 13:00 Gunnar Páll Tryggvason. „Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.“ Þetta segir Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Icora Partners og fyrrverandi starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í London, í grein sem birt er hér á Vísi.is.Hrunið og áhrifin Þar fjallar Gunnar Páll ítarlega um stöðu Íslands eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008, og hvaða áhrif hrunið hefur haft á samfélagslega umræðu hér á landi og hugsunarhátt Íslendinga. Gunnar Páll segist sjálfur hafa verið sár og reiður eftir hrunið, en hafi ekki orðið almennilega sáttur fyrr en hann horfði í eigin barm. „Það er erfitt að finna sátt þegar hiti óuppgerðra tilfinninga kraumar undir. Átökin verða oft mest þar sem ástin er sterkust og sú er staðan hjá íslensku stórfjölskyldunni. Fólk sem lent hefur í deilum við ástvini þekkir þessa tvo póla tilfinningaskalans vel. Það veit hversu ömurleg tilfinning og tímasóun það er að vera ósátt og hversu gefandi það er að eiga góð samskipti,“ segir Gunnar Páll m.a. „Líkt og flestir Íslendingar man ég vel þær tilfinningar sem bærðust í brjósti mér á þessum ótrúlegu dögum í október 2008. Ég var starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Ég var stoltur af því hvar ég vann og þeim árangri sem bankinn var talinn hafa náð. Mínar fyrstu tilfinningar eftir hrun voru sjokk og reiði. Mér fannst ég hafa unnið gott starf á heiðarlegan hátt, en að starfsferill minn myndi ávallt líða fyrir tengsl mín við þessa atburði sem mér fannst ég ekki bera neina ábyrgð á. Ég hafði breyst úr súperman í strump á einni viku og það skapaðist djúpt setufar sjálfsvorkunnar í sófasettið. Það kann að hljóma ótrúlega að ég, starfsmaður banka, hafi getað horft á sjálfan mig sem fórnarlamb í hruninu. Það var þó engu að síður svo. Með tímanum fór ég þó að sjá hlutina frá víðara sjónarmiði. Ég áttaði mig á því að ég hafði sjálfur kosið að vinna hjá bankanum og var tannhjól í þessarri vél sem sprakk með skelfilegum afleiðingum. Ég þarf að lifa með því. Það var einungis eftir að ég náði að minnka reiði og auka ábyrgðartilfinningu að ég gat unnið mig úr þeirri stöðu sem líf mitt var komið í,“ segir Gunnar Páll meðal annars í grein sinni.Yfirþyrmandi neikvæðni Gunnar Páll segir neikvæða umræðu hér á landi vera orðna yfirþyrmandi oft á tíðum. Slíkt gangi einfaldlega ekki hjá þjóð með jafn djúpar og jákvæðar rætur. Þá segir hann hvern og einn einstakling þurfa að horfast í augu við það að hann beri ábyrgð á eigin framtíð, sé sinnar gæfu smiður. „En hvernig svo sem þú kýst að horfa á ábyrgð hrunsins þá er ljóst að þú berð ábyrgð á eigin framtíð. Þú berð einnig sömu ábyrgð og allir aðrir á uppbyggingu Íslands. Við erum öll að bíða eftir því að aðrir breytist, að aðrir axli ábyrgð og þá muni hið „nýja Ísland" birtast. Það er t.d. óraunhæf og ósanngjörn krafa að ætla að 63 einstaklingar á Austurvelli og einn á Bessastöðum muni bjarga 320 þúsund manns út úr kreppunni. Það getur enginn einstaklingur gert allt en allir hafa hæfileika á einhverju sviði og geta lagt eitthvað fram. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Gunnar Páll. Grein Gunnars Páls í heild sinni má sjá hér. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.“ Þetta segir Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Icora Partners og fyrrverandi starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í London, í grein sem birt er hér á Vísi.is.Hrunið og áhrifin Þar fjallar Gunnar Páll ítarlega um stöðu Íslands eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008, og hvaða áhrif hrunið hefur haft á samfélagslega umræðu hér á landi og hugsunarhátt Íslendinga. Gunnar Páll segist sjálfur hafa verið sár og reiður eftir hrunið, en hafi ekki orðið almennilega sáttur fyrr en hann horfði í eigin barm. „Það er erfitt að finna sátt þegar hiti óuppgerðra tilfinninga kraumar undir. Átökin verða oft mest þar sem ástin er sterkust og sú er staðan hjá íslensku stórfjölskyldunni. Fólk sem lent hefur í deilum við ástvini þekkir þessa tvo póla tilfinningaskalans vel. Það veit hversu ömurleg tilfinning og tímasóun það er að vera ósátt og hversu gefandi það er að eiga góð samskipti,“ segir Gunnar Páll m.a. „Líkt og flestir Íslendingar man ég vel þær tilfinningar sem bærðust í brjósti mér á þessum ótrúlegu dögum í október 2008. Ég var starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Ég var stoltur af því hvar ég vann og þeim árangri sem bankinn var talinn hafa náð. Mínar fyrstu tilfinningar eftir hrun voru sjokk og reiði. Mér fannst ég hafa unnið gott starf á heiðarlegan hátt, en að starfsferill minn myndi ávallt líða fyrir tengsl mín við þessa atburði sem mér fannst ég ekki bera neina ábyrgð á. Ég hafði breyst úr súperman í strump á einni viku og það skapaðist djúpt setufar sjálfsvorkunnar í sófasettið. Það kann að hljóma ótrúlega að ég, starfsmaður banka, hafi getað horft á sjálfan mig sem fórnarlamb í hruninu. Það var þó engu að síður svo. Með tímanum fór ég þó að sjá hlutina frá víðara sjónarmiði. Ég áttaði mig á því að ég hafði sjálfur kosið að vinna hjá bankanum og var tannhjól í þessarri vél sem sprakk með skelfilegum afleiðingum. Ég þarf að lifa með því. Það var einungis eftir að ég náði að minnka reiði og auka ábyrgðartilfinningu að ég gat unnið mig úr þeirri stöðu sem líf mitt var komið í,“ segir Gunnar Páll meðal annars í grein sinni.Yfirþyrmandi neikvæðni Gunnar Páll segir neikvæða umræðu hér á landi vera orðna yfirþyrmandi oft á tíðum. Slíkt gangi einfaldlega ekki hjá þjóð með jafn djúpar og jákvæðar rætur. Þá segir hann hvern og einn einstakling þurfa að horfast í augu við það að hann beri ábyrgð á eigin framtíð, sé sinnar gæfu smiður. „En hvernig svo sem þú kýst að horfa á ábyrgð hrunsins þá er ljóst að þú berð ábyrgð á eigin framtíð. Þú berð einnig sömu ábyrgð og allir aðrir á uppbyggingu Íslands. Við erum öll að bíða eftir því að aðrir breytist, að aðrir axli ábyrgð og þá muni hið „nýja Ísland" birtast. Það er t.d. óraunhæf og ósanngjörn krafa að ætla að 63 einstaklingar á Austurvelli og einn á Bessastöðum muni bjarga 320 þúsund manns út úr kreppunni. Það getur enginn einstaklingur gert allt en allir hafa hæfileika á einhverju sviði og geta lagt eitthvað fram. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Gunnar Páll. Grein Gunnars Páls í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira