Leið sáttar og fyrirgefningar líklegust til árangurs Magnús Halldórsson skrifar 5. júlí 2012 13:00 Gunnar Páll Tryggvason. „Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.“ Þetta segir Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Icora Partners og fyrrverandi starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í London, í grein sem birt er hér á Vísi.is.Hrunið og áhrifin Þar fjallar Gunnar Páll ítarlega um stöðu Íslands eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008, og hvaða áhrif hrunið hefur haft á samfélagslega umræðu hér á landi og hugsunarhátt Íslendinga. Gunnar Páll segist sjálfur hafa verið sár og reiður eftir hrunið, en hafi ekki orðið almennilega sáttur fyrr en hann horfði í eigin barm. „Það er erfitt að finna sátt þegar hiti óuppgerðra tilfinninga kraumar undir. Átökin verða oft mest þar sem ástin er sterkust og sú er staðan hjá íslensku stórfjölskyldunni. Fólk sem lent hefur í deilum við ástvini þekkir þessa tvo póla tilfinningaskalans vel. Það veit hversu ömurleg tilfinning og tímasóun það er að vera ósátt og hversu gefandi það er að eiga góð samskipti,“ segir Gunnar Páll m.a. „Líkt og flestir Íslendingar man ég vel þær tilfinningar sem bærðust í brjósti mér á þessum ótrúlegu dögum í október 2008. Ég var starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Ég var stoltur af því hvar ég vann og þeim árangri sem bankinn var talinn hafa náð. Mínar fyrstu tilfinningar eftir hrun voru sjokk og reiði. Mér fannst ég hafa unnið gott starf á heiðarlegan hátt, en að starfsferill minn myndi ávallt líða fyrir tengsl mín við þessa atburði sem mér fannst ég ekki bera neina ábyrgð á. Ég hafði breyst úr súperman í strump á einni viku og það skapaðist djúpt setufar sjálfsvorkunnar í sófasettið. Það kann að hljóma ótrúlega að ég, starfsmaður banka, hafi getað horft á sjálfan mig sem fórnarlamb í hruninu. Það var þó engu að síður svo. Með tímanum fór ég þó að sjá hlutina frá víðara sjónarmiði. Ég áttaði mig á því að ég hafði sjálfur kosið að vinna hjá bankanum og var tannhjól í þessarri vél sem sprakk með skelfilegum afleiðingum. Ég þarf að lifa með því. Það var einungis eftir að ég náði að minnka reiði og auka ábyrgðartilfinningu að ég gat unnið mig úr þeirri stöðu sem líf mitt var komið í,“ segir Gunnar Páll meðal annars í grein sinni.Yfirþyrmandi neikvæðni Gunnar Páll segir neikvæða umræðu hér á landi vera orðna yfirþyrmandi oft á tíðum. Slíkt gangi einfaldlega ekki hjá þjóð með jafn djúpar og jákvæðar rætur. Þá segir hann hvern og einn einstakling þurfa að horfast í augu við það að hann beri ábyrgð á eigin framtíð, sé sinnar gæfu smiður. „En hvernig svo sem þú kýst að horfa á ábyrgð hrunsins þá er ljóst að þú berð ábyrgð á eigin framtíð. Þú berð einnig sömu ábyrgð og allir aðrir á uppbyggingu Íslands. Við erum öll að bíða eftir því að aðrir breytist, að aðrir axli ábyrgð og þá muni hið „nýja Ísland" birtast. Það er t.d. óraunhæf og ósanngjörn krafa að ætla að 63 einstaklingar á Austurvelli og einn á Bessastöðum muni bjarga 320 þúsund manns út úr kreppunni. Það getur enginn einstaklingur gert allt en allir hafa hæfileika á einhverju sviði og geta lagt eitthvað fram. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Gunnar Páll. Grein Gunnars Páls í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
„Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að velja okkur leið. Leið fyrirgefningar og sáttar er ekki eina leiðin. En hún er sú leið sem er líklegri til að færa okkur nær hamingjunni sem einstaklingar og þjóð.“ Þetta segir Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Icora Partners og fyrrverandi starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í London, í grein sem birt er hér á Vísi.is.Hrunið og áhrifin Þar fjallar Gunnar Páll ítarlega um stöðu Íslands eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008, og hvaða áhrif hrunið hefur haft á samfélagslega umræðu hér á landi og hugsunarhátt Íslendinga. Gunnar Páll segist sjálfur hafa verið sár og reiður eftir hrunið, en hafi ekki orðið almennilega sáttur fyrr en hann horfði í eigin barm. „Það er erfitt að finna sátt þegar hiti óuppgerðra tilfinninga kraumar undir. Átökin verða oft mest þar sem ástin er sterkust og sú er staðan hjá íslensku stórfjölskyldunni. Fólk sem lent hefur í deilum við ástvini þekkir þessa tvo póla tilfinningaskalans vel. Það veit hversu ömurleg tilfinning og tímasóun það er að vera ósátt og hversu gefandi það er að eiga góð samskipti,“ segir Gunnar Páll m.a. „Líkt og flestir Íslendingar man ég vel þær tilfinningar sem bærðust í brjósti mér á þessum ótrúlegu dögum í október 2008. Ég var starfsmaður Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Ég var stoltur af því hvar ég vann og þeim árangri sem bankinn var talinn hafa náð. Mínar fyrstu tilfinningar eftir hrun voru sjokk og reiði. Mér fannst ég hafa unnið gott starf á heiðarlegan hátt, en að starfsferill minn myndi ávallt líða fyrir tengsl mín við þessa atburði sem mér fannst ég ekki bera neina ábyrgð á. Ég hafði breyst úr súperman í strump á einni viku og það skapaðist djúpt setufar sjálfsvorkunnar í sófasettið. Það kann að hljóma ótrúlega að ég, starfsmaður banka, hafi getað horft á sjálfan mig sem fórnarlamb í hruninu. Það var þó engu að síður svo. Með tímanum fór ég þó að sjá hlutina frá víðara sjónarmiði. Ég áttaði mig á því að ég hafði sjálfur kosið að vinna hjá bankanum og var tannhjól í þessarri vél sem sprakk með skelfilegum afleiðingum. Ég þarf að lifa með því. Það var einungis eftir að ég náði að minnka reiði og auka ábyrgðartilfinningu að ég gat unnið mig úr þeirri stöðu sem líf mitt var komið í,“ segir Gunnar Páll meðal annars í grein sinni.Yfirþyrmandi neikvæðni Gunnar Páll segir neikvæða umræðu hér á landi vera orðna yfirþyrmandi oft á tíðum. Slíkt gangi einfaldlega ekki hjá þjóð með jafn djúpar og jákvæðar rætur. Þá segir hann hvern og einn einstakling þurfa að horfast í augu við það að hann beri ábyrgð á eigin framtíð, sé sinnar gæfu smiður. „En hvernig svo sem þú kýst að horfa á ábyrgð hrunsins þá er ljóst að þú berð ábyrgð á eigin framtíð. Þú berð einnig sömu ábyrgð og allir aðrir á uppbyggingu Íslands. Við erum öll að bíða eftir því að aðrir breytist, að aðrir axli ábyrgð og þá muni hið „nýja Ísland" birtast. Það er t.d. óraunhæf og ósanngjörn krafa að ætla að 63 einstaklingar á Austurvelli og einn á Bessastöðum muni bjarga 320 þúsund manns út úr kreppunni. Það getur enginn einstaklingur gert allt en allir hafa hæfileika á einhverju sviði og geta lagt eitthvað fram. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Gunnar Páll. Grein Gunnars Páls í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur