Viðskipti innlent

Smærri fjármálafyrirtæki fái aðgang að þjónustu Reiknistofnunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Ný og smærri fjármálafyrirtæki skulu eiga fullan aðgang að öllum kerfum og þjónustu Reiknistofunnar á sömu forsendum og eigendur hennar. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag. Í ákvörðuninni eru sett ákveðin skilyrði fyrir því að eigendur Reiknistofnunar bankanna geti haldið rekstrinum áfram. Í hópi stærstu eigenda hennar eru viðskiptabankarnir þrír langstærstir. Þetta er tryggt með skilyrðum um aðgangsreglur, verðskrá, bann við ómálefnalegum hindrunum eða mismunun og trúnað í umsóknarferli.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að nú sé lokið rannsókn á tveimur málum sem varða Reiknistofu bankanna. Í öðru málinu var framtíðarstarfsemi Reiknistofunnar og sameiginlegt eignarhald fjármálafyrirtækja á henni til skoðunar. Í hinu málinu voru kaup Reiknistofu bankanna á Teris (upplýsingafyrirtæki sparisjóðanna) til athugunar.

Reiknistofa bankanna og allir eigendur hennar, m.a. viðskiptabankar á Íslandi, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið um lyktir þessara mála. Með henni undirgangast þessir aðilar ítarleg skilyrði sem tryggja eiga virkari samkeppni á fjármálamarkaði. Jafnframt eiga skilyrðin að tryggja að önnur upplýsingatæknifyrirtæki geti boðið fjármálafyrirtækjum þjónustu sína í samkeppni við Reiknistofu bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×