Handbolti

Alfreð Gíslason er þjálfari ársins

Alfreð fagnar hér sigri í Meistaradeildinni.
Alfreð fagnar hér sigri í Meistaradeildinni.
Sú nýbreytni var tekin upp í kjöri íþróttamanns ársins í ár að kjósa þjálfara og lið ársins. Þjálfari ársins er Alfreð Gíslason.

Alfreð þjálfar hið ótrúlega handboltalið Kiel sem er Meistaradeildarmeistari, Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari.

Lið Alfreðs náði þeim einstaka árangri að fara í gegnum síðasta tímabil án þess að tapa leik. Það hefur aldrei gerst áður.

Alfreð fékk yfirburðakosningu í kjörinu eða 22 atkvæði. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, fékk eitt atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×