Sparlega farið með dagsektirnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. október 2012 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að dagsektir vegna trassaskapar húseigenda í Reykjavíkurborg næmu nú tugum milljóna, nánar tiltekið 32 milljónum, vegna sex húsa víða um borgina. Þar er um ólík tilvik að ræða, bæði gömul hús sem trassað hefur verið að halda við (til dæmis gamla Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti), hús í ágætu viðhaldi sem óleyfilegar breytingar hafa verið gerðar á og nýbyggingar sem ekki hefur verið gengið frá sem skyldi. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við blaðið að dagsektafyrirkomulagið hefði skilað tilætluðum árangri, þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu ekki gengið hart fram við innheimtu skulda vegna dagsekta. Þannig hafa sumir þeir sem hafa verið sektaðir heitið því að koma sínum málum í lag. Þá er hefð fyrir því að sektirnar séu felldar niður, sé orðið við kröfum borgarinnar um úrbætur. Þetta er allt ágætt svo langt sem það nær. Og kannski stærsta breytingin sú að borgaryfirvöld séu yfirleitt farin að nota dagsektir til að taka á trassaskap húseigenda. Fréttablaðið sagði frá því í apríl í fyrra að engar dagsektir hefðu þá verið lagðar á, þrátt fyrir að þrjú ár væru frá því að borgin sendi hundruðum húseigenda í miðborginni aðvörun um að þeir yrðu sektaðir ef þeir gerðu ekki eitthvað í viðhaldi húseigna sinna. Margir þessara eigenda voru og eru verktakafyrirtæki, fasteignafélög og bankar, sem hafa enga góða afsökun fyrir því að láta eignirnar drabbast niður. Í millitíðinni kom efnahagshrun og borgaryfirvöld gengu lengi vel ekki hart fram gegn eigendum húsa í niðurníðslu. Nú eru forsendur fyrir slíkri mildi breyttar og borgin byrjuð að beita dagsektaúrræðinu. Eins og Páll Hjaltason bendir á er hin hliðin á peningnum hagsmunir almennings; niðurnídd hús skemma út frá sér og geta verið hættuleg. Þá er ónefnt hvílíkt lýti þau eru á borginni, sérstaklega gamla miðbænum. Sú spurning hlýtur samt að vakna hvers vegna borgaryfirvöld ganga ekki mun harðar fram í að beita dagsektaúrræðinu. Sú hefð að innheimta ekki sektirnar jafnóðum, heldur fella þær niður loksins þegar eigendur taka sig saman í andlitinu, getur heldur ekki verið mjög hvetjandi fyrir trassana að gera strax eitthvað í sínum málum. Allir sem ganga um miðborg Reykjavíkur, og raunar fleiri hverfi, vita að rík ástæða er til að sekta miklu fleiri en þessa sex sem þegar hafa verið sektaðir og þrjá sem á að bæta við á næstunni. Borgaryfirvöld eiga ekki að fara svona sparlega með þetta áhrifaríkasta úrræði sem þau hafa gegn þeim sem láta eignir sínar og þar með umhverfi okkar allra drabbast þannig niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að dagsektir vegna trassaskapar húseigenda í Reykjavíkurborg næmu nú tugum milljóna, nánar tiltekið 32 milljónum, vegna sex húsa víða um borgina. Þar er um ólík tilvik að ræða, bæði gömul hús sem trassað hefur verið að halda við (til dæmis gamla Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti), hús í ágætu viðhaldi sem óleyfilegar breytingar hafa verið gerðar á og nýbyggingar sem ekki hefur verið gengið frá sem skyldi. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við blaðið að dagsektafyrirkomulagið hefði skilað tilætluðum árangri, þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu ekki gengið hart fram við innheimtu skulda vegna dagsekta. Þannig hafa sumir þeir sem hafa verið sektaðir heitið því að koma sínum málum í lag. Þá er hefð fyrir því að sektirnar séu felldar niður, sé orðið við kröfum borgarinnar um úrbætur. Þetta er allt ágætt svo langt sem það nær. Og kannski stærsta breytingin sú að borgaryfirvöld séu yfirleitt farin að nota dagsektir til að taka á trassaskap húseigenda. Fréttablaðið sagði frá því í apríl í fyrra að engar dagsektir hefðu þá verið lagðar á, þrátt fyrir að þrjú ár væru frá því að borgin sendi hundruðum húseigenda í miðborginni aðvörun um að þeir yrðu sektaðir ef þeir gerðu ekki eitthvað í viðhaldi húseigna sinna. Margir þessara eigenda voru og eru verktakafyrirtæki, fasteignafélög og bankar, sem hafa enga góða afsökun fyrir því að láta eignirnar drabbast niður. Í millitíðinni kom efnahagshrun og borgaryfirvöld gengu lengi vel ekki hart fram gegn eigendum húsa í niðurníðslu. Nú eru forsendur fyrir slíkri mildi breyttar og borgin byrjuð að beita dagsektaúrræðinu. Eins og Páll Hjaltason bendir á er hin hliðin á peningnum hagsmunir almennings; niðurnídd hús skemma út frá sér og geta verið hættuleg. Þá er ónefnt hvílíkt lýti þau eru á borginni, sérstaklega gamla miðbænum. Sú spurning hlýtur samt að vakna hvers vegna borgaryfirvöld ganga ekki mun harðar fram í að beita dagsektaúrræðinu. Sú hefð að innheimta ekki sektirnar jafnóðum, heldur fella þær niður loksins þegar eigendur taka sig saman í andlitinu, getur heldur ekki verið mjög hvetjandi fyrir trassana að gera strax eitthvað í sínum málum. Allir sem ganga um miðborg Reykjavíkur, og raunar fleiri hverfi, vita að rík ástæða er til að sekta miklu fleiri en þessa sex sem þegar hafa verið sektaðir og þrjá sem á að bæta við á næstunni. Borgaryfirvöld eiga ekki að fara svona sparlega með þetta áhrifaríkasta úrræði sem þau hafa gegn þeim sem láta eignir sínar og þar með umhverfi okkar allra drabbast þannig niður.