Ríflega milljarður manna notar samfélagsmiðilinn Facebook í það minnsta einu sinni í viku, og nú hyggjast forsvarsmenn Facebook reyna að efla þjónustu sína enn frekar með því að opna fyrir kaup á gjöfum, t.d. handa þeim sem eiga afmæli en tilkynningar um þau eru fyrir allra augum á Facebook.
Í The New York Times í dag er fjallað ítarlega um þessa nýju þjónustu, en forsvarsmenn Facebook vonast til þess að með þessu styrkist tekjugrunnurinn til muna í framtíðinni, en í dag byggir hann nær alfarið á auglýsingatekjum.
Með þessari viðbótarþjónustu hyggst Facebook reyna að ná fótfestu á verslunarmarkaði á netinu í Bandaríkjunum en veltan á þeim markaði er áætluð um 200 milljarðar dala, eða rétt um 25 þúsund og fjögur hundruð milljarðar króna, og er litið svo á að vöxturinn í framtíðinni verði hraður og mikill.
Facebook að opna gjafaverslun
