Gengi bréfa í Högum í Kauphöll Íslands er nú fallið niður fyrir 18 en í lok síðasta mánaðar fór gengið hæst í 18,95. Í morgun hefur gengið fallið um 0,83 prósent, eins og sjá má markaðsupplýsingavef Vísis.
Gengi bréfa félagsins hefur lækkað nokkuð að undanförnu, en greining Íslandsbanka ráðlagði fjárfestum að selja bréf í Högum þegar gengið var 18,95, hinn 25. maí sl. eins og greint var frá á Vísi. Markaðsvirði félagsins miðað við fyrrnefnt gengi er 22,2 milljarðar króna samkvæmt greiningu Íslandsbanka.
Gengi Haga hefur hækkað frá því að það var skráð á markað fyrir um hálfu ári. Skráningargengi félagsins var 13,5.
Gengi Haga komið niður fyrir 18
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið



Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
Viðskipti innlent

Greiðsluáskorun
Samstarf

Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent
Viðskipti erlent

Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað
Viðskipti innlent

Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum
Viðskipti innlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent