Handbolti

AG vann góðan útisigur á Karabatic og félögum

Guðjón Valur var sjóðheitur með svarta hárið í dag.
Guðjón Valur var sjóðheitur með svarta hárið í dag.
Danska ofurliðið AG komst í efsta sæti D-riðils Meistaradeildarinnar með frábærum útisigri, 27-31, á Nikola Karabatic og félögum í Montpellier.

AG var með völdin í leiknum frá fyrstu mínútu og leiddi í hálfleik með fjórum mörkum, 13-17. Sá munur hélst framan af seinni hálfleik en þegar tíu mínútur lifðu leiks náði Montpellier að minnka muninn í eitt mark, 23-24.

Þá tóku leikmenn AG við sér á nýjan leik og náðu aftur þægilegu forskoti sem þeir héldu allt til enda.

Hinn dökkhærði Guðjón Valur Sigurðsson átti stórleik í liði AG og raðaði inn mörkum. Ólafur Stefánsson lék við hvurn sinn fingur og gaf urmul stoðsendinga. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason komu einnig við sögu í liði AG í dag.

AG er með eins stigs forskot á Kiel en Kiel getur komist aftur á topp riðilsins í kvöld er það leikur gegn Ademar Leon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×