Viðskipti innlent

Krefur FME upplýsinga um Lýsingu

FA segir ljóst að þeir sem gerðu samninga við Lýsingu hafi ætlað að eignast tækin.Fréttablaðið/pjetur
FA segir ljóst að þeir sem gerðu samninga við Lýsingu hafi ætlað að eignast tækin.Fréttablaðið/pjetur
Félag atvinnurekenda telur að Lýsing brjóti lög með því að viðurkenna ekki umsaminn endurkauparétt viðskiptavina sinna. Félagið hefur vegna þessa sent Fjármálaeftirlitinu erindi þar sem óskað er eftir ítarlegum tölulegum upplýsingum um fjármögnunarleigusamninga Lýsingar.

„Félagi atvinnurekenda hafa borist fjöldamargar kvartanir vegna starfshátta fjármálafyrirtækisins Lýsingar í tengslum við eina af fjármögnunarleiðum þess,“ segir í erindinu, og er þar átt við fjármögnunarleigusamninga.

Í öllum tilfellum sé kvartað yfir því að Lýsing viðurkenni ekki endurkauparétt viðskiptavina þrátt fyrir að um hann hafi verið samið, í sumum tilfellum skriflega. „Komu þessi sinnaskipti upp eftir að deilur tóku að rísa um skilin á milli leigusamninga annars vegar og lánssamninga hins vegar. Eftir þann tíma tók Lýsing upp á því að þræta fyrir framangreinda skuldbindingu,“ segir enn fremur í erindinu til Fjármálaeftirlitsins.

Þetta segir Félag atvinnurekenda að sé ólögmætt, í andstöðu við samningsskuldbindingar og lög um fjármálafyrirtæki. Óskað er svara frá Fjármálaeftirlitinu innan sjö daga. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×