Það er kominn tími til að breyta Þóra Arnórsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun