Viðskipti innlent

1,2 milljónir til Vísindavefsins

Fjórum milljónum hefur verið úthlutað til níu verkefna úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar.

Vísindavefur Háskóla Íslands hlaut hæsta styrkinn að þessu sinni, eða 1,2 milljónir króna. Styrkurinn nýtist til miðlunar fróðleiks um vísindi til almennings og aukinnar fræðslu um orkumál. Annar hæsti styrkurinn, ein milljón króna, kom í hlut Bandalags íslenskra skáta til uppsetningar á sögusýningu í Ljósafossstöð í sumar. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×