Viðskipti innlent

Góður árangur af aðgerðaráætlun Orkuveitunnar

Árangurinn af aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda fyrirtækisins er umfram áætlanir sem nemur 356 milljónum króna.

Í tilkynningu segir að árangur aðgerðanna eftir fyrsta ársfjórðung ársins er umfram áætlun. Árangur Plansins, eins og aðgerðin er kölluð, nam um 2,1 milljarði króna og var 322 milljónum króna umfram áætlun. Auk þess reyndust ytri þættir hagstæðari en gert var ráð fyrir í forsendum sem nemur 34 milljónum króna.

Fyrir ársfjórðunginn er niðurstaðan því jákvæð um 356 milljónir króna og frá upphafi er niðurstaðan 1.563 milljónum kr. betri en gert er ráð fyrir í Planinu.

Samdráttur fjárfestinga í veitukerfum er verulega umfram áætlanir en sala eigna á ársfjórðungnum var undir áætlun. Hlutur OR í HS Veitum er í opinberu söluferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×