Viðskipti innlent

Hættir störfum hjá Austurbrú eftir um þriggja mánaða starf

Þorkel J. Pálsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar ses., hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Þorkell tók til starfa í byrjun apríl sl. og hefur hann unnið að stofnun Austurbrúar og þeim breytingum sem fylgja sameiningu þeirra stoðstofnana sem nú mynda Austurbrú ses.

Samkomulag varð milli aðila um starfslok framkvæmdastjórans og hefur hann þegar lokið störfum.

Með stofnun Austurbrúar var starfsemi fimm stoðstofnana á Austurlandi sameinuð í eina stofnun með eina stjórn og framkvæmdastjóra auk fimmtán manna fagráðs. Slíkum breytingum fylgja jafnan flókin úrlausnarefni, ekki síst í starfsmannamálum, samkvæmt tilkynningu frá Austurbrú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×