Viðskipti innlent

Lagasetning myndi auka óvissuna og draga málið á langinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Stjórnvöld hyggjast ekki setja lög til að slá á óvissuna sem uppi er vegna endurútreikninga á gengislánum, þau telja að slík lagasetning myndi eingöngu auka á óvissuna og draga málið á langinn.

Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í gær stöðu mála í endurútreikningi gengislána - en Lúðvík Bergvinsson, fyrrverandi alþingismaður og lögmaður, fullyrti nýverið að innheimta á gengislánum væri ólögmæt á meðan skuldarar eru í óvissu um hvað þeir skulda mikið. Hann sagði stjórnvöld þurfa að grípa inn í og tryggja hagsmuna tugþúsunda einstaklinga og fyrirtækja.

Lúðvík og félagi hans fóru á fund ráðherranefndar um málið á mánudaginn og í kjölfarið tók efnahags- og viðskiptaráðuneytið saman minnisblað um endurútreikning gengislána. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir efnislega að þótt Árna Páls lögin hafi að nokkru tekið á óvissunni árið 2010 verði að teljast ólíklegt að lagasetning nú geti eytt þeirri óvissu sem enn er uppi um endurútreikning gengistryggðra lána. Í ljósi reynslunnar verði að teljast líklegt að einhverjir lánþegar myndu láta reyna á ítrustu kröfur sínar ef sett yrðu ný lög um endurútreikning.

Því sé hætta á að inngrip stjórnvalda nú - áður en prófmálin ellefu hafa farið í gegnum dómskerfið - myndi aðeins auka óvissuna og tefja úrvinnslu málsins. Ólíklegt sé að hægt verði að semja lög sem dugi til að ná sáttum í samfélaginu um endurútreikning lánanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×