Amazon kynnir nýja spjaldtölvu í næstu viku 30. ágúst 2012 16:43 Kindle Fire spjaldtölvan. mynd/AFP Vefverslunin og tæknifyrirtækið Amazon tilkynnti í dag að spjaldtölva félagsins, Kindle Fire, væri ekki lengur fáanleg. Talið er að Amazon hafi nú hætt allri framleiðslu á spjaldtölvunni. Tilkynningin er sögð staðfesta þann orðróm sem hefur verið á kreiki um að Amazon muni opinbera nýja og endurbætta spjaldtölvu á fimmtudaginn í næstu viku. Kindle Fire var kynnt til sögunnar í nóvember síðastliðnum en henni var stefnt til höfuðs iPad spjaldtölvu Apple.Kindle Fire ásamt Kindle-lesbrettunum.mynd/AFPAmazon hefur ekki gefið út nákvæmar sölutölur fyrir Kindle Fire. Fyrirtækið hefur þó tilkynnt að markaðshlutdeild þess á spjaldtölvumarkaðinum í Bandaríkjunum nemi 22 prósentum. Þetta þýðir að Amazon — sem í raun er nýgræðingur í framleiðslu spjaldtölva — er næst stærsti spjaldtölvuframleiðandinn í Bandaríkjunum. Þá er talið að Amazon komi til með að selja rúmlega ellefu milljón Kindle-lesbretti í ár. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vefverslunin og tæknifyrirtækið Amazon tilkynnti í dag að spjaldtölva félagsins, Kindle Fire, væri ekki lengur fáanleg. Talið er að Amazon hafi nú hætt allri framleiðslu á spjaldtölvunni. Tilkynningin er sögð staðfesta þann orðróm sem hefur verið á kreiki um að Amazon muni opinbera nýja og endurbætta spjaldtölvu á fimmtudaginn í næstu viku. Kindle Fire var kynnt til sögunnar í nóvember síðastliðnum en henni var stefnt til höfuðs iPad spjaldtölvu Apple.Kindle Fire ásamt Kindle-lesbrettunum.mynd/AFPAmazon hefur ekki gefið út nákvæmar sölutölur fyrir Kindle Fire. Fyrirtækið hefur þó tilkynnt að markaðshlutdeild þess á spjaldtölvumarkaðinum í Bandaríkjunum nemi 22 prósentum. Þetta þýðir að Amazon — sem í raun er nýgræðingur í framleiðslu spjaldtölva — er næst stærsti spjaldtölvuframleiðandinn í Bandaríkjunum. Þá er talið að Amazon komi til með að selja rúmlega ellefu milljón Kindle-lesbretti í ár.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira