Enn engir samningar um Hörpuhótelið BBI skrifar 27. september 2012 13:47 Mynd/Anton Enginn samningur um fyrirhugaða hótelbyggingu við Hörpu liggur fyrir. Óvissa ríkir um hvort fjárfestir frá Abu Dhabi geti komið að verkefninu eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir að mikilvægt sé fyrir ráðstefnustarfsemi Hörpunnar að hótelið rísi en þó standi rekstur Hörpunnar ekki og falli með því. „Við erum til dæmis með mjög góða ráðstefnubókanir á næsta ári. Það er til slatti af hótelum í Reykjavík sem betur fer," segir Halldór. Í sumar bárust fréttir af því að Harpan væri rekin með rúmlega 400 milljóna króna halla í ár. Einnig kom fram að til stæði að reisa gríðarstórt hótel við hlið Hörpunnar og það myndi bæta afkomu hennar til muna.Hér er tölvuteikning af hótelinu sem til stendur að reisa.Í Viðskiptablaðinu í dag er hins vegar fjallað um að ekki liggur fyrir neinn samningur um byggingu hótelsins. Byggingarrétturinn var boðinn út árið 2011 en fyrirtækið sem varð hlutskarpast ætlaði sér aldrei að fjárfesta sjálft í hótelinu heldur fá aðra fjárfesta í verkefnið. Fjárfestirinn sem ætlaði að koma að hótelinu er hins vegar frá Abu Dhabi og menn óttast að aðili utan EES svæðisins fái ekki öll tilskilin leyfi vegna fjárfestingarinnar. Því var hætt við að skrifa undir samning um bygginguna sem átti að gera í apríl á þessu ári. Því er ekkert fast í hendi um byggingu hótelsins sem á að bæta afkomu Hörpunnar samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Enginn samningur um fyrirhugaða hótelbyggingu við Hörpu liggur fyrir. Óvissa ríkir um hvort fjárfestir frá Abu Dhabi geti komið að verkefninu eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir að mikilvægt sé fyrir ráðstefnustarfsemi Hörpunnar að hótelið rísi en þó standi rekstur Hörpunnar ekki og falli með því. „Við erum til dæmis með mjög góða ráðstefnubókanir á næsta ári. Það er til slatti af hótelum í Reykjavík sem betur fer," segir Halldór. Í sumar bárust fréttir af því að Harpan væri rekin með rúmlega 400 milljóna króna halla í ár. Einnig kom fram að til stæði að reisa gríðarstórt hótel við hlið Hörpunnar og það myndi bæta afkomu hennar til muna.Hér er tölvuteikning af hótelinu sem til stendur að reisa.Í Viðskiptablaðinu í dag er hins vegar fjallað um að ekki liggur fyrir neinn samningur um byggingu hótelsins. Byggingarrétturinn var boðinn út árið 2011 en fyrirtækið sem varð hlutskarpast ætlaði sér aldrei að fjárfesta sjálft í hótelinu heldur fá aðra fjárfesta í verkefnið. Fjárfestirinn sem ætlaði að koma að hótelinu er hins vegar frá Abu Dhabi og menn óttast að aðili utan EES svæðisins fái ekki öll tilskilin leyfi vegna fjárfestingarinnar. Því var hætt við að skrifa undir samning um bygginguna sem átti að gera í apríl á þessu ári. Því er ekkert fast í hendi um byggingu hótelsins sem á að bæta afkomu Hörpunnar samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun